Þáttakan var góð á IceCup í dag og voru rúmlega 20 keppendur að keppa á mótinu.
Mótið gekk vel fyrir sig og í lok mótsins var haldin smá liða æfing og kynning fyrir þá sem vildu prófa til gamans.
Það var skemmtilegt að sjá hvað Masters flokkurinn (50+) er á mikilli uppleið á Íslandi en það voru 5 af 8 medalíum sem voru unnar á mótinu sem fóru til 50+ einstaklinga þar með talið allar sveigboga medalíurnar.
Alfreð Birgisson er að standa sig mjög vel með trissuboga síðan hann skipti fyrst yfir úr sveigboganum fyrir Íslandsmótið innanhúss á þessu ári og var meðal annars einnig með hæsta skorið á Stóra Núps meistaramótinu fyrir stuttu, Alfreð var einnig með hæsta skorið í trissuboga án forgjafar 560 stig.
Tómas Bjarki Tryggvason er nýlega byrjaður aftur í bogfimi en hann stundaði hana í litlu magni fyrir nokkrum árum þegar Bogfimisetrið var í kópavogi, hann er nýlega búinn að kaupa sér berboga og ætlar sér langt í þeim flokki. Hann vann með nánast sama skor og Guðbjörg í berboganum og vann berbogann með forgjöf.
Hjónin Albert Ólafsson og Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir bættu sig mest meðal trissuboga keppenda og Alfreð tók gullið með personal best skori 545 stig, Íslandsmetið í flokknum hans er 554 stig (50+ trissubogi karla), þess má geta að hjónin eru bæði nýlega byrjuð í bogfimi og hægt að telja mánuðina sem þau eru búin að vera æfa á annari hendi. Sveinbjörg endaði með silfur á mótinu og hún á einnig Íslandsmetið í 50+ trissuboga kvenna en náði ekki að bæta það í þetta sinn. Parið ætla sér greinilega að eigna sér Mastersflokkinn í trissuboga og Rúnar þarf að fara horfa í baksýnisspegilinn þar sem Albert er farinn að nálgast skorið hans fljótt. Rúnar er einnig 50+ og var í 4 sæti eftir forgjöf og var með 551 stig 3 stigum frá sínu Íslandsmeti. Allt einstaklingar sem er vert að fylgjast með.
Eowyn var 2 stigum frá Íslandsmetinu sínu í U18 og U21 trissuboga kvenna og var í 3 sæti í trissuboga án forgjafar með skorið 548 og endaði með að taka bronsið með forgjöf og hélt því sæti sínu.
Kristján Guðni Sigurðsson, Kristinn Arnar Guðjónsson og Oliver Robl bættu allir meðaltals skorið sitt verulega og tóku því Gull, Silfur og Brons með forgjöf á mótinu. Þeir eru einnig allir keppendur í masters (50+) flokknum. Lilja Dís Kristjánsdóttir hefði auðveldlega unnið á venjulegu móti þar sem hún bætti einnig sitt skor töluvert en Master’arnir bætu sig meira og Lilja lent í því í 4 sæti með forgjöf.
Mikið af ungmennunum voru að keppa á mótinu sérstakleg utan af landi frá Akureyri og Ísafirði og stóðu sig mjög vel, það er skemmtilegt að sjá skorin hækka í sveigbogaflokkum ungmenna.
Íslandsmetið í U21 og U18 sveigboga kvenna er núna 361 stig og því vert fyrir stelpurnar að athuga hvort að þeir hafi slegið Íslandsmetið í sínum aldursflokki 😉 (þar sem 3 af stelpunum sem voru að keppa á þessu móti voru yfir því skori)
Munið að tilkynna Íslandsmet ef þið sláið þau á http://bogfimi.is/ fresturinn til að tilkynna Íslandsmet verður líklega færður í 30 daga eftir lok móts árið 2019 og því þess virði að skoða Íslandsmetaskránna og athuga hver metin eru í sínum aldurs og bogaflokki. Ef að metin eru ekki tilkynnt fyrir þann tíma eru þau ekki gild. (fresturinn til að tilkynna Íslandsmet er núna 1 ár, til samanburðar er 10 daga frestur til að tilkynna Evrópu og heimsmet og því verður fresturinn líklega færður í 30 daga fyrir Íslandsmet á næsta ári)
Það var því mikið af næstum Íslandsmetum, en þeim mun hærri sem Íslandsmetin verða þeim mun erfiðara er að slá þau.
Úrslitin án forgjafar er hægt að finna á http://www.ianseo.net/TourData/2018/4243/IC.php
Heildar úrslit af öllum mótum á Íslandi er hægt að finna á ianseo.net http://ianseo.net/TourList.php?Year=2018&countryid=ISL&comptime=&timeType=utc
Úrslitin með forgjöf af þessu móti er einnig hægt að finna á Ianseo.net og á myndinni hér fyrir neðan.
Nokkrir sem tóku þátt á mótinu voru ekki búnir að skila inn skorum svo að hægt væri að reikna út forgjöf fyrir þá og voru þeir því með 0 í forgjöf og því lítur skorið þeirra út fyrir að vera töluvert lægra en hjá öðrum. Hægt er að finna reglur um mótið á síðu mótsins http://archery.is/events/icecup-2018/
Tilgangurinn með IceCup mótinu er að verðlauna þá sem eru að bæta sig mest í skori. Þeir sem eru efstir með forgjöf eru því að bæta sig mest í íþróttinni.
Myndir og aðrar upplýsingar um mótið er einnig hægt að finna á facebook á https://www.facebook.com/groups/247481632383137/?ref=search
Næsta IceCup verður haldið 4 nóvember gangi ykkur vel þá og til hamingju með árangurinn