Hvernig er keppt í bogfimi?

Í stuttu máli.

Fyrst keppa allir keppendur í undankeppni, almennt er skotið 60-144 örvum eftir tegund mótsins.

Hæstu keppendur í skori í undankeppni halda áfram í lokakeppni (útsláttarkeppni), almennt 4-16 á Íslandsmótum og 32-104 á stórum alþjóðlegum mótum. Þar keppir maður á móti manni, sá sem sigrar útsláttinn heldur áfram í næsta útslátt, sá sem sigrar þann útslátt heldur áfram í næsta o.s.frv. þar sigurvegarinn vinnur síðasta leikinn (gull úrslitin).

Í trissuboga útslætti er skotið 15 örvum og sá keppandi sem er með hærra skorið heldur áfram (ef það er jafnt þá er bráðabani, ein ör per mann nær miðju vinnur)

Í sveigboga og berboga útslætti er skotið 3 örvum í hverri umferð, sá keppandi sem er með hærra skor í þeirri umferð fær 2 stig, ef þeir eru jafnir fá þeir 1 stig hvor. Sá keppandi sem er fyrr að ná 6 stigum vinnur. Ef að staðan á stigum er jöfn eftir 5 umferðir 5-5 þá er bráðabani, ein ör per mann nær miðju vinnur.

Á mörgum minni mótum (t.d. innanfélagsmótum og slíku) er lokakeppni (útsláttarkeppni) sleppt og sigurvegari ákvarðaður byggt á skori úr undankeppni.