
Henry Johnston úr Boganum Kópavogi vann tvo Íslandsmeistaratitla U18 og tók eitt silfur á Íslandsmóti U18 sem haldið var laugardaginn 8 mars. Degi seinna keppti hann á ÍM U21 og vann þar tvo Íslandsmeistaratitla til viðbótar, vann annað silfur og setti Íslandsmet í félagsliðskeppni
Í einstaklingskeppni berboga karla U18 kepptu í gull úrslitaleiknum Henry og Svanur Gilsfjörð Bjarkason úr Aftureldingu. Henry vann öruggann sigur í gull úrslitaleiknum 6-0 og tók titilinn.
Í einstaklingskeppni (óháð kyni) berboga U18 kepptu í gull úrslitaleiknum Henry og liðsfélagi hans Lóa Margrét Hauksdóttir. Lóa vann úrslitaleikinn örugglega 6-0 og tók titilinn.
Í berboga félagsliðakeppni tóku Henry og Lóa liðsfélagi hans titilinn. Þau tóku sigurinn gegn Aftureldingu 920-646 Aftureldingu sem tók silfrið.
Deginum eftir á Íslandsmóti U21 vann Henry einnig titilinn í berboga U21 karla og félagsliðakeppni, tók silfur í berboga U21 (óháð kyni) og setti Íslandsmet í félagsliðakeppni U21. Aftur var það liðsfélagi hans Heba sem að tók titilinn óháð kyni U21 og U18.
Það er lítið meira hægt að gera en að vinna alla nema sinn eigin liðsmann á tveimur Íslandsmótum.
- Íslandsmeistari berbogi U18 karla
- Silfur berbogi U18 (óháð kyni)
- Íslandsmeistari berbogi U18 félagsliðakeppni
- Íslandsmeistari berboga U21 karla
- Silfur berbogi U21 (óháð kyni)
- Íslandsmeistari berbogi U21 félagsliðakeppni
- Íslandsmet berbogi U21 félagsliðakeppni 754 stig