Henry Johnston með silfur á EM

Henry Johnston vann silfur verðlaun í berboga karla U21 liðakeppni á Evrópumeistaramótinu innandyra 2025 í Samsun Tyrklandi 17-23 febrúar. Þetta eru fyrstu verðlaun sem Henry hefur unnið á EM og í fyrsta sinn sem hann tekur þátt á EM.

Liðsfélagarnir Baldur, Henry og Ragnar kepptu í úrslitaleik berboga karla liðakeppni á móti heimaþjóðinni Tyrklandi á heimavelli. Tyrkir byrjuðu yfir 2-0 og strákarnir okkar tóku svo næstu tvær lotur 4-2. Tyrkir jöfnuðu svo leikinn 4-4 og knúðu fram bráðabana. Í bráðabananum áttu Tyrkir ótrúlega umferð með næstum fullkomið skor og tryggðu sér sigurinn í gull úrslitaleiknum á EM.

Tyrkir tóku því gullið í liðakeppni í bráðabana gegn Íslensku strákunum eftir jafntefli í úrslitaleiknum. Ísland tók gullið á síðasta EM 2024.

Silfur berbogi karla lið U21 fl.
Liðsmenn

  • Baldur Freyr Árnason – BF Boginn Kópavogi
  • Henry Johnston – BF Boginn Kópavogi
  • Ragnar Smári Jónasson – BF Boginn Kópavogi

Í einstaklingskeppni var Henry sleginn út í 8 manna úrslitum í berboga karla U21 flokki við Viktor Darkhanov frá AIN (hlutlausann íþróttamann frá þjóðum sem eru bannaðar úr íþróttinni vegna stríðs eða annarra ástæðna).

Viktor var talinn mun sigurstranglegri í leiknum en Henry náði þrátt fyrir það að vinna eina af lotunum og tryggja sér 5 sætið á EM U21 í einstaklingskeppni. Eitthvað sem enginn hafði spáð fyrir. Viktor tók svo titilinn á EM í gull úrslitaleik gegn Baldri liðsfélaga Henry.

Niðurstöður Henry á EM 2025 í einstaklings og liðakeppni:

  • Henry Johnston – 5 sæti berboga karla U21 (sleginn út af AIN Neutral athlete í 8 manna úrslitum)
  • Berbogi U21 karla lið – Silfur (2 sæti)

Nánari upplýsingar um EM 2025 er hægt að finna í frétt Bogfimisambands Íslands hér:

EM2025: Ísland vann til 5 verðlauna á EM