
Henry Snæbjörn Johnston vann um helgina alla þrjá Íslandsmeistaratitlana í berboga U16 flokki (karla, óháð kyni og félagsliða).
Í berboga U16 karla var Henry efstur eftir undankeppni mótsins og sat því hjá í 8 manna úrslitum. Hann mætti svo liðsfélaga sínum Húna Georg Douglas í undanúrslitum þar sem Henry tók sigurinn 6-2 og hélt áfram í gull úrslitaleikinn. Í gull úrslitum mættust Henry og Svanur Gilsfjörð Bjarkason úr UMF Aftureldingu, leikurinn var mjög jafn og munaði aðeins 1 stigi á þeim í fyrstu lotunum, en alltaf í hag Henry og hann tók á endanum öruggann sigur 6-0 og Íslandsmeistaratitil berboga U16 karla. Aftureldingarmenn tóku silfrið og bronsið í flokknum. Henry vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í íþróttinni fyrr á árinu þegar hann tók berboga titlana í U18 karla og U21 karla, og þetta var líka í fyrsta sinn sem Henry vinnur Íslandsmeistaratitil í U16 flokki.
Í berboga U16 (óháð kyni) vann Henry öruggann sigur 6-0 gegn Ísfirðingnum Julia 8 manna úrslitum og 6-0 í undanúrslitum gegn Hafnfirðingnum Eygló, Henry hélt því í gull úrslitaleikinn aftur. Þar mætti Henry aftur sama andstæðingi og í úrslitum í karla flokki, Svanur Gilsfjörð. Þar var leikurinn þó mun jafnari, Henry tók fyrstu tvær loturnar 4-0 og Svanur tók næstu tvær og staðan jöfn 4-4 á leið í síðustu lotu leiksins. Henry tók þá lotu 25-22 og með því 6-4 sigur og Íslandsmeistaratitilinn í berboga U16 óháð kyni. Aftureldingarmenn tóku silfrið og bronsið í flokknum. Þetta var í fyrsta sinn sem Henry vinnur Íslandsmeistaratitilinn óháð kyni, enda Ísland með mjög kröftuga keppendur í berboga kvenna sem enda oftast á því að taka verðlaun á EM innandyra árlega.
Í berboga U16 félagsliðakeppni tóku Henry og Húni Georg Douglas Valgeirsson, liðsfélagi hans í BF Boganum, Íslandsmeistaratitilinn með 896 stigum á móti 877 stigum frá UMF Aftureldingu. ÍF Akur tók bronsið.
Samantekt af árangri Henry á Íslandsmóti U16:
- Berbogi U16 karla – Henry Snæbjörn Johnston – BFB Kópavogur
- Berbogi U16 (óháð kyni) – Henry Snæbjörn Johnston – BFB Kópavogur
- Berboga félagsliðakeppni U16 – BF Boginn Kópavogi
- Henry Snæbjörn Johnston
- Húni Georg Douglas Valgeirsson
Íslandsmót U16 innandyra var haldið í Bogfimisetrinu laugardaginn 12 apríl 2025.
Keppt er í fjórum keppnisgreinum
- sveigboga
- berboga
- trissuboga
- langboga/hefðbundnum bogum.
Keppt er um 4 Íslandsmeistaratitla í hverjum flokki
- Einstaklings karla
- Einstaklings kvenna
- Einstaklings (óháð kyni)
- Félagsliða (óháð kyni)
Mögulegt er að finna frekari upplýsingar hér:
- Streymi undankeppni https://www.youtube.com/watch?v=BDRQR8l-aaI
- Streymi gull úrslitaleikir https://www.youtube.com/watch?v=a1qA2DmsKPA
- Niðurstöður https://www.ianseo.net/Details.php?toId=21364
- Myndir https://bogfimi.smugmug.com/%C3%8DM-U16-inni-2025
- Frétt frá Bogfimisambandi Íslands fyrir neðan