Henry í 7 sæti á NM ungmenna í Svíþjóð

Henry Johnston í Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi endaði í 7 sæti í liðakeppni og 9 sæti í einstaklingskeppni á Norðurlandameistaramóti ungmenna (NUM) sem haldið var 3-6 júlí í Boras Svíþjóð.

Henry var í 12 sæti í undankeppni mótsins í berboga U16 karla og mætti í 16 manna úrslitum Paul Widen Forsslund frá Svíþjóð. Þar sló sá Sænski Henry út 6-0 og Henry endaði því í 9 sæti í einstaklingskeppni NUM 2025

Í liðakeppni sátu hjá Henry og liðsfélagar, Thea Emilie Fjellving Pettersen og Erik Mathias Arnesen, í sameiginlegu Norðurlandaliði (Nordic Team) í 16 liða úrslitum. Þau mættu svo liði Svíþjóðar (2) í 8 liða úrslitum. Þar tóku Svíjar sigurinn í leiknum 6-0, Henry og liðsfélagar enduðu því í 7 sæti í liðakeppni á NUM.

Niðurstöður af NM ungmenna 2025:

  • Henry Johnston – 9 sæti – Berboga U16 karla – BFB
  • Henry Johnston – 7 sæti – Berboga U16 lið (Nordic Team)

Frekari upplýsingar er mögulegt að finna í frétt Bogfimisambands Íslands hér fyrir neðan

Íslendingar á NM ungmenna taka heim 4 gull, 9 silfur og 6 brons