Helgi Már Hafþórsson Íslandsmeistari í fyrsta sinn í bæði einstaklings og félagaliða og með Íslandsmet

Helgi Már Hafþórsson vann sinn fyrsta einstaklings Íslandsmeistaratitil, vann sinn fyrsta félagsliða Íslandsmeistaratitil og sló sitt fyrsta Íslandsmet í íþróttinni á Íslandsmeistaramótinu í berboga á sunnudaginn síðastliðinn. Einnig var þetta fyrsta Íslandsmeistaramót Helga í berboga og eftir því sem er best vitað aðeins þriðja mótið sem hann hefur tekið þátt í. Kröftugir Akureyringar á uppleið.

Keppni um einstaklings Íslandsmeistaratitilinn (óháð kyni):

Í keppni um titilinn óháð kyni endaði Helgi í öðru sæti í undankeppni ÍM og sat því hjá í 16 manna úrslitum.

Í 8 manna úrslitum mættustu Helgi og Heiki Viktoria Kristínardóttir úr sama félagi. Þar náði Helgi öruggum sigri 6-0 og hélt því áfram í undanúrslit.

Í undanúrslitum (4 manna úrslit) mætti Helgi silfur verðlaunahafa síðasta EM U21 Baldri Freyr Árnasyni úr BFB Kópavogi. Þar sem Helgi náði óvænt öruggum sigri 6-0 og hélt því áfram í gull úrslitaleikinn.

Í gull úrslitaleiknum mættust Helgi og Guðbjörg Reynisdóttir úr BFHH Hafnarfirði. Guðbjörg hefur unnið 14 af síðustu 15 titlum í kvenna flokki og 50% af titlum í keppni óháð kyni og ekkert lamb að leika sér við. Helgi tók fyrstu tvær loturnar í leiknum 23-21 og 23-19, staðan því 4-0. Guðbjörg tók þriðju lotuna 26-19, 4-2 og þau jöfnuðu fjórðu lotuna 24-24 og staðan því 5-3 fyrir Helga og ein lota eftir af leiknum. En þar tók Helgi sigurinn 24-19 í lotunni og því 7-3 í gull úrslitaleiknum og sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í íþróttinni og kom nafni sínu í sögubækunar.

Keppni um einstaklings Íslandsmeistaratitil karla:

Helgi var öðru sæti í undankeppni ÍM og sat því hjá í 16 manna úrslitum. Í 8 manna úrslitum vann Helgi öruggann sigur 7-1 á liðsfélaga sínum Jonas Björk og hélt því áfram í undanúrslit.

Í undanúrslitum karla (4 manna úrslit) mætti Helgi aftur silfur verðlaunahafa síðasta EM U21 Baldri Freyr Árnasyni úr BFB Kópavogi. Þar sem Helgi náði aftur öruggum sigri 6-0 og hélt því áfram í gull úrslitaleikinn.

Í gull úrslitaleiknum mættust Helgi og Sölvi Óskarsson úr BF Boganum í Kópavogi. Helgi var hærri í skori í undankeppni mótsins og var talinn sigurstranglegri í úrslitaleiknum. En bæði Helgi og Sölvi voru að keppa í fyrsta sinn um Íslandsmeistaratitil á þeirra ferli. Sölvi tók fyrstu lotuna 26-23 og staðan 2-0, þeir jöfnuðu aðra lotu 27-27 og staðan 3-1, Sölvi tók þriðju lotu 27-26 og staðan því 5-1. Helgi varð því að vinna síðustu tvær loturnar til að knýja fram bráðabana og Helgi tók fjórðu lotuna 26-21 og staðan því 5-3. Sölvi vann svo síðustu lotu leiksins 26-25 og tryggði sér sigurinn í úrslitaleiknum 7-3. Helgi tók því silfrið í karla. Izaar Arnar Þorsteinsson tók bronsið í karla 6-2 gegn Baldri Freyr.

Keppni um Íslandsmeistaratitilinn í félagsliðakeppni: 

Í félagsliðakeppni slógu Helgi ásamt liðfélögum hans Valgeir og Izaar í liði ÍF Akur Íslandsmetið í félagsliðakeppni með skorið 1469, en metið var áður 1404 stig. Akureyringar kepptu í gull úrslitaleiknum gegn Kópvogingum? úr BF Boganum.

Leikurinn var mjög jafn og eftir fyrstu tvær umferðirnar (af fjórum) var staðan jöfn 2-2, Akureyringar unnu svo þriðju lotuna 44-41 og staðan 4-2 (liðið sem er fyrr að ná 5 stigum vinnur). Síðasta lotan var mjög jöfn og útlit fyrir að það gæti endaði í jafntefli í leiknum og þyrfti bráðabana til að ákvarða Íslandsmeistara félagsliða, en Boginn og Akur jöfnuðu lotuna 45-45 og deildu stigum lotunnar og staðan í leiknum því 5-3 og Akureyringar tóku titilinn.

Helgi vann því Íslandsmeistaratitil félagsliða ásamt liðsfélögum sínum. BF Boginn tók silfur og lið 2 frá ÍF Akur tók bronsið í félagsliðakeppni.

Samantekt af árangri Helga á ÍM berboga meistaraflokki:

  • Íslandsmeistari – Berbogi (óháð kyni) – Helgi Már Hafþórsson – ÍF Akur Akureyri
  • Silfur – Berbogi karla – Helgi Már Hafþórsson – ÍF Akur Akureyri
  • Íslandsmeistari – Berboga félagsliðakeppni – ÍF Akur Akureyri
    • Valgeir Árnason
    • Helgi Már Hafþórsson
    • Izaar Arnar Þorsteinsson
  • Íslandsmet – ÍF Akur – Berboga félagsliðakeppni meistaraflokkur – 1469 stig (metið var áður 1404 stig)
    • Valgeir Árnason
    • Helgi Már Hafþórsson
    • Izaar Arnar Þorsteinsson

ÍM í berboga og langboga var haldið í Bogfimisetrinu sunnudaginn 13 apríl 2025.

Keppt er um fjóra Íslandsmeistaratitla í hverri íþróttagrein (bogaflokki)

  • Einstaklings karla
  • Einstaklings kvenna
  • Einstaklings (óháð kyni)
  • Félagsliða (óháð kyni)

Mögulegt er að finna frekari upplýsingar hér:

ÍM í berboga/langboga, fyrstu titlar veittir í langboga/hefðbundnum bogum og 75% titla í berboga skiptu um hendur