Helgi Már Hafþórsson úr ÍF Akur Akureyri hreppti Bikarmeistaratitilinn 2026 í berboga innandyra. Helgi vann Bikarmeistaratitilinn utandyra 2025 (sinn fyrsta) og svo Bikarmeistaratitilinn innandyra 2026 og þetta er því annar Bikarmeistaratitill Helga í röð.
Helgi sló einnig Íslandsmetið í meistaraflokki innandyra og utandyra á Bikarmótum á tímabilinu.
Topp 3 í Bikarmótaröð BFSÍ í Berboga:
- Helgi Már Hafþórsson ÍF Akur – 1030 stig
- Izaar Arnar Þorsteinsson ÍF Akur – 998 stig
- Guðbjörg Reynisdóttir BF Hrói Höttur – 940 stig
Loka niðurstöður og verðlaun hvers Bikarmóts fyrir sig innan Bikarmótaraðar BFSÍ byggist á útsláttarkeppni. Á meðan að Bikarmótaröðin byggist á skori úr undankeppni. Því eru einnig veitt verðlaun til þeirra sem voru sigurvegarar á hverju Bikarmóti og hægt að finna lista af þeim hér:
- Bikarmót BFSÍ September 2025 – Bogfimisetrinu
- Berbogi: Helgi Már Hafþórsson ÍF Akur
- Bikarmót BFSÍ Október 2025 – Bogfimisetrinu
- Berbogi: Helgi Már Hafþórsson ÍF Akur
- Bikarmót BFSÍ Nóvember 2025 – Bogfimisetrinu
- Berbogi: Izaar Arnar Þorsteinsson ÍF Akur
- Bikarmót BFSÍ Desember 2025 – Bogfimisetrinu
- Berbogi: Helgi Már Hafþórsson ÍF Akur
- Bikarmót BFSÍ Janúar 2026 – Bogfimisetrinu
- Berbogi: Izaar Arnar Þorsteinsson ÍF Akur
Helgi vann þrjú af fimm Bikarmótum á tímabilinu og tapaði bardaganum um gullið tvisvar gegn liðsfélaga sínum Izaar. Sem var einnig helsti keppinautur Helga um Bikarmeistaratitilinn 2026.
Bikarmeistarar Meistaraflokkur Berboga
Berbogi Bikarmeistari Innandyra
2026 Helgi Már Hafþórsson – ÍF Akur – Akureyri
2025 Izaar Arnar Þorsteinsson – ÍF Akur – Akureyri
2024 Heba Róbertsdóttir – BF Boginn – Kópavogur
2023 Guðbjörg Reynisdóttir – BF Hrói Höttur – Hafnarfjörður
Berbogi Bikarmeistari Utandyra
2026
2025 Helgi Már Hafþórsson – ÍF Akur – Akureyri
2024 Guðbjörg Reynisdóttir – BF Hrói Höttur – Hafnarfjörður
2023 Heba Róbertsdóttir – BF Boginn – Kópavogur
Bikarmótaröð BFSÍ og veiting Bikarmeistaratitla BFSÍ hófst formlega árið 2023. Formið á Bikarmótaröðinni er í anda heimsbikarmótaraða World Archery innandyra og utandyra. Margar þjóðir eru einnig með “national series” eða sambærileg mót í sama anda. Haldin voru ýmis bikarmót og mótaraðir á árunum 2013-2023 á meðan á þróun Bikarmótaraðar BFSÍ stóð, en engir formlegir Bikarmeistaratitlar veittir fyrr en þeirri þróun var lokið 2023.

