Þú heitir?
Helga Kolbrún Magnúsdóttir
Við hvað starfaðu?
Forritari hjá TM Software
Menntun þín?
Tölvunarfræðingur úr HÍ
Hvað ertu gömul/gamall og hvaða stjörnumerki ertu?
Ég er 34 ára vatnsberi
Hvar býrðu og/eða hvaðan ertu?
Ég er uppalinn Kópavogsbúi og er á heimaslóðum í Bogfimisetrinu í Kópavoginum. Núna bý ég í Fossvoginum, Reykjavíkurmegin.
Uppáhalds drykkurinn?
Ég bara verð að segja Carlsberg J og svo er íslenskt vatn alltaf æðislegt
Ertu í sambandi?
Nei
Hvað hefurðu stundað bogfimi lengi?
Ég fór á grunnnámskeið í Bogfimisetrinu í janúar 2013, nokkrum vikum seinna fór ég á trissuboganámskeið hjá Krissa og þá keypti ég fyrsta bogann.
Í hvaða bogfimifélagi ertu?
Boganum og Freyju
Hver er þín uppáhalds bogategund?
Trissuboginn er í uppáhaldi en það er alltaf gaman að grípa í langbogann.
Hvaða boga ertu mest að skjóta núna, hvaða tegund og hvaða dragþyngd er hann osfrv?
Rétt fyrir páska fékk ég loksins bogann sem var pantaður í október en það er fjólublár Hoyt ProComp Elite 2014. Draglengdin er í kringum 29“ og dragþyngdin er rétt rúmlega 40 pund en ég mun þyngja hann núna eftir Íslandsmeistaramótið.
Eftirminnilegasta atvikið í bogfiminni?
Heimsmeistaramótið í Nimes í febrúar. Þetta var frábært upplifun og æðislegur hópur sem fór út.
Hvað mætti gera betur í bogfimi á Íslandi?
Gott útisvæði væri mikil bót. Aðsóknin í Bogfimisetrinu er stundum það mikil (sem er auðvitað mjög jákvætt) að það er erfitt að komast að.
Hvað er gert vel í bogfimi á Íslandi?
Það er mjög margt vel gert enda er bogfimi ört vaxandi á Íslandi.
Hver er þinn helsti keppinautur?
Góð spurning J ætli það sé ekki Krissi og svo stelpurnar sem keppa á heimsmeistaramótunum.
Hvert er markmiðið þitt?
Að komast á verðlaunapall á heimsmeistararmóti
Um þig (lýstu þér sjálfum í nokkrum orðum, eins og til dæmis þinn besti árangur í bogfimi, hvað finnst þér skemmtilegt að gera eða borða eða hvað sem er sem lýsir þér)?
Ég er dugleg að finna mér ný áhugamál og finnst gaman að prófa nýja hluti. Þegar ég frétti að það væri hægt að fara á bogfiminámskeið vissi ég strax að það væri eitthvað sem mig langaði til prófa og fljótlega var ég farin að koma mjög reglulega og skjóta.
Minn besti árangur í bogfimi var á síðasta Íslandsmeistaramóti núna í apríl en þar fékk ég 575 stig, það er mikil bæting síðan í fyrra og með þetta score á heimsmeistaramóti væri ég á fínum stað í útsláttakeppninni.
Eru einhver önnur skilaboð sem þú vilt koma til þeirra sem þetta lesa?
Mig langar til að hvetja alla til að koma á námskeið, og þá sérstaklega stelpur J þetta er ótrúlega skemmtilegt og mjög góður félagsskapur.
Dettur þér einhver önnur skemmtileg spurning sem mætti vera á þessum spurningalista?
Nei, held þetta sé bara gott