Helga Kolbrún jafnaði sitt eigið Íslandsmet í trissuboga á World Cup í Berlin í bogfimi í þessari viku.
Metið var 676 stig og setti Helga það sjálf í byrjun Júní á World Cup Í Antalyu Tyrklandi.
Helga var í 51 sæti af 63 konum í hálfleik með skorið 334. Í seinni helmingi var Helga með 342 stig og var í 25 sæti.
Hún endaði því í 42 sæti í undankeppninni.
Í útsláttarkeppninni sat Helga hjá í fyrstu umferðinni þar sem hún var í nægilega háu sæti. Liðsfélagar hennar Astrid og Ewa voru ekki svo heppnar og voru slegnar út í fyrsta útslætti.
Helga fór á móti VERMEULEN Jody frá Hollandi í öðrum útslætti en þar tapaði Helga 144-137.
Helga endaði í 33 sæti af 63 á mótinu og við gerum ráð fyrir því að hún sé komin í top 100 á heimslista eftir mótið.
Þess má geta að Íslandsmetið sem hún jafnaði núna á mótinu hefur hún slegið tvisvar áður á þessu ári. Metið hennar er einnig 3 stigum hærra en núverandi Íslandsmet í karlaflokki sem er 673 stig.
Og kvenna liðið okkar var einnig í 9 sæti á mótinu.
Frábært og til hamingju!