Heba þrefaldur Íslandsmeistari U21 og með Íslandsmet á sunnudaginn

Heba Róbertsdóttir úr Boganum Kópavogi vann alla þrjá Íslandsmeistaratitla U21 sem henni stóð í boði að keppa um á Íslandsmóti U21 sem haldið var sunnudaginn 9 mars.

Fullkomin frammistaða hjá Hebu á ÍM U21. Það er lítið meira hægt að gera en að vinna allt í sinni grein.

  • Íslandsmeistari berbogi U21 kvenna
  • Íslandsmeistari berbogi U21 (óháð kyni)
  • Íslandsmeistari berbogi U21 félagsliðakeppni
  • Íslandsmet berboga U21 félagsliðakeppni 754 stig