Heba Róbertsdóttir í Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi keppti á ÍM ungmenna utandyra í Hafnarfirði 28 júni og NM ungmenna utandyra (NUM) í Óðinsvé Danmörku 3-7 júlí.
Á Íslandsmóti ungmenna varð Heba Íslandsmeistari í bæði berboga kvenna U21 flokki og berboga U21 óháð kyni.
Heba var efst í undankeppni NM ungmenna með töluverðum mun og sló Norðurlandamet U21 kvenna, Íslandsmetið í Meistaraflokki og U21 kvenna. Hún var því talin sigurstranglegust til þess að taka Norðurlandameistaratitil einstaklinga í sínum flokki.
Á NUM í einstaklings leikjum var Heba það há í skori að hún sat hjá þar til í undanúrslitum. Þar mætti hún Victoria Sørensen frá Noregi sem hún vann auðveldlega 6-0 og Heba fór því í gull úrslitaleikinn. En allt labbið á deginum var farið að taka sinn toll, einn dagur af keppni í bogfimi getur verið allt að 12 klukkutímar að standa og labba, en hún harkaði það af sér og fékk aðstoð frá öðrum keppendum til að sækja og skora örvarnar. Í gull úrslitaleiknum mætti hún Christin Sofie Wiklund sem var næst hæst í undankeppni NUM, Heba var ekki að skjóta illa en örvarnar röðuðust ekki henni í hag í umferðunum og sú Norska tók sigurinn 6-2. Heba endaði því í 2 sæti í einstaklingskeppni á NM ungmenna. Í liðakeppni setti liðið hennar Hebu landsliðsmet á NM ungmenna ásamt því að taka bronsið.
Samantekt af niðurstöðum Hebu á ÍMU og NUM:
- Silfur berboga kvenna U21 einstaklingskeppni á NM ungmenna
- Brons berboga U21 liðakeppni á NM ungmenna
- 1 sæti í undankeppni á NM ungmenna
- Íslandsmeistari berbogi U21 kvenna á ÍMU
- Íslandsmeistari berbogi U21 Unisex á ÍMU
- Norðurlandamet berboga U21 kvenna á NM ungmenna
- Íslandsmet berboga meistaraflokkur kvenna á NM ungmenna
- Íslandsmet berboga U21 kvenna á NM ungmenna
- Berboga U21 NUM landsliðsmet – 1121 stig
- Heba Róbertsdóttir BFB
- Maria Kozak SFÍ
- Auðunn Andri Jóhannesson BFHH
Déskoti góður árangur á 9 dögum.
Frekari upplýsingar um mótin er hægt að finna í fréttum Bogfimisambands Ísland hér:
Kópavogur og Hafnarfjörður sýndu yfirburði á ÍMU í bogfimi utandyra og tóku 27 titla og 7 Íslandsmet