
Heba Róbertsdóttir vann brons verðlaun í berboga kvenna U21 einstaklingskeppni á Evrópumeistaramótinu innandyra 2025 í Samsun Tyrklandi 17-23 febrúar. Þetta eru önnur verðlaun sem Heba hefur unnið til á EM U21.
Heba keppti á móti Laurine Ronot frá Frakklandi um bronsið og leikurinn var mjög jafn, en Heba vann síðustu lotuna af gífurlegu öryggi og tók bronsið með 6-4 sigri. Það er gaman að geta þess að Heba sló allar Frönsku berboga stelpurnar út af mótinu í mismunandi fösum leikja EM og vann alltaf leikina 6-4.
Heba hefur einu sinni áður unnið til verðlauna á EM í U21 flokki með berboga kvenna U21 liðinu á EM 2024 eftir tap gegn Bretlandi í gull úrslitaleiknum.
Heba var eini keppandi Íslands á mótinu í berboga U21 kvenna og þetta var síðasta ár Hebu í U21 flokki, þar sem hún verður 21 árs á næsta ári og mun því keppa í meistaraflokki á næsta ári.
Heba var mjög ánægð með frammistöðuna sína á mótinu. Henni gekk vel í undankeppni EM þar sem hún var fjórða efsta, ekki mjög langt frá Íslandsmetinu og það dugði til að hún sat hjá í 16 manna úrslitum og hélt beint í 8 manna úrslit. Heba fór inn í mótið með engar væntingar og lék sér með hárið á einum af þjálfurunum, kláraði einn tíkarspena fyrir brons úrslitin og hinn eftir að hún vann bronsið. Það er ein leið til að slaka á
Niðurstöður Hebu á EM:
- Heba Róbertsdóttir – Brons (3sæti) berboga kvenna U21
- Ísland skipaði ekki 3 manna liði á mótinu
Nánari upplýsingar um EM 2025 er hægt að finna í frétt Bogfimisambands Íslands hér: