
Heba Róbertsdóttir varð fyrsti Evrópubikarmeistari kvenna í berbogaflokki í sögu íþróttarinnar og varð einnig fyrsti Evrópubikarmeistari í liða í sögu íþróttarinnar á Evrópubikarmóti ungmenna í Sofía Búlgaríu um helgina.
Á Evrópubikarmótum Evrópska Bogfimisambandsins (World Archery Europe – WAE) hefur hingað til aðeins verið keppt í sveigboga og trissuboga flokkum. Á þessu ári var berboga flokki bætt við sem þriðju keppnisgreininni á Evrópubikarmótum ungmenna.
Berbogi hefur um margra áratuga bil verið partur af HM og EM í víðavangsbogfimi, HM og EM í 3D bogfimi, EM innandyra og heimsleikum (World Games), en ekki verið keppnisgrein í markbogfimi utandyra hingað til. Hver Evrópuþjóð gat sent tvo keppendur til keppni á Evrópubikarmótið, einn U21 karl og eina U21 konu, sem myndu svo einnig keppa saman í blandaðri liðakeppni (1kk og 1kvk).
Evrópubikarmót ungmenna í Búlgaríu í síðustu viku var því fyrsta Evrópubikarmót þar sem keppt var í berboga flokki og mögulegt var að verða Evrópubikarmeistari í sögu íþróttarinnar. Heba kom þar sterk inn þar sem hún vann brons í berboga kvenna einstaklingskeppni á EM innandyra í febrúar á þessu ári.
Heba komst auðveldlega í gull úrslitaleik einstaklinga þar sem hún mætti Dara-Maria Valova frá Búlgaríu sem var efst í undankeppni mótsins en þó ekki með miklum mun og því ljóst að um spennandi úrslitaleik yrði að ræða. Daria byrjaði á því að taka fyrstu lotu úrslitaleiksins 2-0, en Heba tók aðra lotuna eftir óheppilegt skot hjá Daria sem fór framhjá skotmarkinu (á 50 metra færi) og staðan því 2-2. Það hefur mögulega farið með taugarnar hjá Dariu sem náði sér ekki á strik aftur í leiknum á meðan Heba var sultu slök og dansandi glöð sama hvað gekk á og tók næstu tvær lotur og sigurinn í leiknum 6-2. Heba tók því gullið og varð fyrsti Evrópubikarmeistari í sögu bogfimi íþróttarinnar. Er hægt að fá flottari heiður en það.
Ísland var með hæsta skor í undankeppni liða á Evrópubikarmótinu og því talið líklegast liðið til sigurs á mótinu, enda setti Ísland nýtt heimsmet og Evrópumet í greininni í U21 flokki. Ísland vann gull úrslita leik liða á Evrópubikarmótinu á móti Búlgaríu örugglega 6-2 og Ísland varð því fyrsti Evrópubikarmeistari liða í sögu íþróttarinnar. Sem er ansi flottur árangur. Enda Baldur Freyr Árnason sterkur liðsfélagi þar sem hann varð einnig Evrópubikarmeistari í berboga U21 karla á Evrópubikarmótinu og vann silfur á EM U21 innandyra í febrúar í Tyrklandi.
Samantekt loka árangurs Hebu á Evrópubikarmóti ungmenna í Búlgaríu:
- Heba Róbertsdóttir – Evrópubikarmeistari (Gull) – Berbogi U21 kvenna einstaklinga
- Ísland Berboga U21 liðakeppni – Evrópubikarmeistari (Gull)
- Baldur Freyr Árnason
- Heba Róbertsdóttir
- Landsliðsmet í berboga Meistaraflokki liðakeppni – 1046 stig
- Baldur Freyr Árnason
- Heba Róbertsdóttir
- Landsliðsmet í berboga U21 liðakeppni – 1046 stig
- Baldur Freyr Árnason
- Heba Róbertsdóttir
- Evrópumet (unofficial/óstaðfest) í berboga U21 liðakeppni – 1046 stig
- Baldur Freyr Árnason
- Heba Róbertsdóttir
- Heimsmet (unofficial/óstaðfest) í berboga U21 liðakeppni – 1046 stig
- Baldur Freyr Árnason
- Heba Róbertsdóttir
Mögulegt er að horfa á alla úrslitaleikina á Youtube rás Evrópusambandsins https://www.youtube.com/@worldarcheryeurope/streams, en vegna veðuraðstæðna, sem voru mjög lakar, þá brotnaði sambandið nokkrum sinnum í streyminu og vantar inn parta af því. En áætlað er að leyfi fáist fyrir að birta leikina líka á Archery TV Iceland Youtube rásinni hér https://www.youtube.com/c/ArcheryTVIceland síðar í mánuðinum, þar sem að upptaka leikjana truflaðist ekki.
Nánari upplýsingar um Evrópubikarmótið og gengi Íslands almennt á því er hægt að finna í frétt Bogfimisambands Íslands hér fyrir neðan.
Íslendingar fyrstu Evrópubikarmeistarar í berboga í sögu íþróttarinnar