Heba Róberts tvöfaldur Íslandsmeistari á ÍM ungmenna

Heba Róbertsdóttir úr BF Boganum í Kópavogi vann bæði Íslandsmeistaratitilinn í U21 kvenna, U21 óháð kyni á Íslandsmóti ungmenna í bogfimi sem haldið var í Kópavogi 10 ágúst.

Það kom svo sem fáum á óvart að Heba tæki titlana enda var hún krýnd meistari Evrópubikarmótaraðar U21 í síðustu viku fyrst Íslendinga.

Heba Róberts fyrst Íslendinga til að vinna Evrópubikarmótaröð ungmenna

Þó að Heba sjálf hafi líklega verið ánægðust með hve stutt var í ÍM þar sem mótið var haldið í sömu götu og hún býr í.

Samantekt af helsta árangri á mótinu:

  • Íslandsmeistari Berboga U21 kvenna – Heba Róbertsdóttir BFB
  • Íslandsmeistari Berboga U21 (óháð kyni) – Heba Róbertsdóttir BFB

Mögulegt er að lesa nánar um mótið í frétt Bogfimisambands Íslands hér:

18 Íslandsmet og 32 Íslandsmeistaratitlar veittir á ÍM ungmenna og öldunga um helgina