Heba Róberts fyrst Íslendinga til að vinna Evrópubikarmótaröð ungmenna

Heba Róbertsdóttir úr BFB Kópavogi endaði í 1 sæti í Evrópubikarmótaröð ungmenna 2025 í berboga kvenna U21.

Evrópubikarmótaröðin á þessu ári stóð saman af tveim mótum og Heba keppti á þeim báðum:

  • Evrópubikarmóti Sofía Búlgaríu 11-17 maí
  • Evrópubikarmóti Catez í Slóveníu 27 júlí-3 ágúst (sem er núna í gangi)

Heba skoraði í undankeppni 493 stig á fyrra mótinu og 469 á seinna mótinu. Samtals 962 stig og lenti í 1 sæti í Evrópubikarmótaröð ungmenna 2025

Enginn Íslendingur hefur áður unnið til verðlauna fyrir árangur á Evrópubikarmótaröð ungmenna. Heba er því sú fyrsta sem vinnur til verðlauna og fyrsta sem vinnur Evrópubikarmótaröðina. Sama WAE medalía er veitt fyrir Evrópubikarmótaröð ungmenna og veitt er fyrir EM.

Barebow U21 Women TOTAL
1 ROBERTSDOTTIR Heba ISL – Iceland 962
2 OTTOSSON Tilde SWE – Sweden 572
3 VALOVA Dara-Maria BUL – Bulgaria 497
4 FRANK Ziva SLO – Slovenia 421

Heildarniðurstöður er hægt að finna í þessu skjali: https://www.ianseo.net/TourData/2025/23521/EYC%20RESULTS%202025.pdf?time=2025-08-01+09%3A15%3A43

Ísland stóð sig gífurlega vel og var í 6 sæti jafnt Bretlandi í heildar niðurstöðum þjóða. En möglegt verður að lesa nánar um Evrópubikarmótaröð ungmenna í frétt frá Bogfimisambandi Íslands hér:

Ísland í 6 sæti jafnt Bretlandi í þjóðaniðurstöðum Evrópubikarmótaraðar ungmenna 2025