 
Heba Róbertsdóttir úr BFB Kópavogi endaði í 1 sæti í Evrópubikarmótaröð ungmenna 2025 í berboga kvenna U21.
Evrópubikarmótaröðin á þessu ári stóð saman af tveim mótum og Heba keppti á þeim báðum:
- Evrópubikarmóti Sofía Búlgaríu 11-17 maí
- Evrópubikarmóti Catez í Slóveníu 27 júlí-3 ágúst (sem er núna í gangi)
Heba skoraði í undankeppni 493 stig á fyrra mótinu og 469 á seinna mótinu. Samtals 962 stig og lenti í 1 sæti í Evrópubikarmótaröð ungmenna 2025
Enginn Íslendingur hefur áður unnið til verðlauna fyrir árangur á Evrópubikarmótaröð ungmenna. Heba er því sú fyrsta sem vinnur til verðlauna og fyrsta sem vinnur Evrópubikarmótaröðina. Sama WAE medalía er veitt fyrir Evrópubikarmótaröð ungmenna og veitt er fyrir EM.
| Barebow U21 Women | TOTAL | ||
| 1 | ROBERTSDOTTIR Heba | ISL – Iceland | 962 | 
| 2 | OTTOSSON Tilde | SWE – Sweden | 572 | 
| 3 | VALOVA Dara-Maria | BUL – Bulgaria | 497 | 
| 4 | FRANK Ziva | SLO – Slovenia | 421 | 
Heildarniðurstöður er hægt að finna í þessu skjali: https://www.ianseo.net/TourData/2025/23521/EYC%20RESULTS%202025.pdf?time=2025-08-01+09%3A15%3A43
Ísland stóð sig gífurlega vel og var í 6 sæti jafnt Bretlandi í heildar niðurstöðum þjóða. En möglegt verður að lesa nánar um Evrópubikarmótaröð ungmenna í frétt frá Bogfimisambandi Íslands hér:
Ísland í 6 sæti jafnt Bretlandi í þjóðaniðurstöðum Evrópubikarmótaraðar ungmenna 2025

