
Heba Róbertsdóttir í BF Boganum í Kópavogi vann brons í liðakeppni og brons í einstaklingskeppni á Evrópubikarmóti ungmenna – EBU (European Youth Cup) sem haldið var í Catez Slóveníu 27 júlí – 3 ágúst. Mótið var þátttökumesta ungmennamót í sögu World Archery Europe.
Í berboga U21 blandaðri liðakeppni (mixed team) unnu Henry og Heba bronsið í leik gegn heimamönnum Slóveníu sem var mjög jafn en endaði 6-4. Góð vinir Íslendinga Ludvig Rohlin og Tilde Ottosson frá Svíþjóð tóku gullið á mótinu og í undankeppni mótsins slógu þau einnig bæði liða heimsmet og Evrópumet sem Íslendingar áttu í greininni (berboga U21 blandaðri liðakeppni).
Í einstaklingskeppni var Heba í öðru sæti í undankeppni og vann bronsið sitt gegn Ziva Frank Slóvenskri heimakonu í leik sem endaði 6-4. Heba tekur við einstaklingsverðlaunum sínum á morgun, en gull úrslitaleikurinn verður haldinn í fyrramálið, þar sem Íslands vinurinn Tilde frá Svíþjóð mun taka sigurinn spá Íslendingar.
Þetta er í annað sinn sem Heba keppir á Evrópubikarmóti ungmenna, enda aðeins annað Evrópubikarmótið í sögu íþróttarinnar sem leyfir þátttöku berboga. En þetta verður hennar síðasta alþjóðlega mót í U21 flokki þar sem hún verður 20 ára á árinu. Heba vann einnig fyrsta Evrópubikarmót ungmenna á árinu og vann einnig brons á EM U21 í byrjun árs og silfur á EM U21 2024.
Íslendingar fyrstu Evrópubikarmeistarar í berboga í sögu íþróttarinnar
Mótið sjálft var án vafa sögulegur viðburður í stærð og fjölda þátttakenda og ekki langt frá því að segja að mótið hafi verið á HM leveli, enda nokkrar þjóðir utan Evrópu sem kepptu á mótinu líka.
- 317 keppendur á Evrópubikarmóti 2017 í Króatíu var áður stærsta ungmennamót í sögu íþróttarinnar í Evrópu
- 363 keppendur á EM ungmenna 2024 í Rúmeníu var áður stærsta ungmennamót í sögu íþróttarinnar í Evrópu
- Stærsta HM í sögu íþróttarinnar 584 og mótið nær því ekki að vera stærra en stærsta HM. En var sambærilegt í fjölda þátttakenda og 2 HM á síðustu 20 árum.
- 393 keppendur voru skráðir á Evrópubikarmótið í Slóveníu núna. Sem er því bæði stærra en öll Evrópubikarmót ungmenna sem haldin hafa verið og stærra en öll EM ungmenna sem haldin hafa verið hingað til. Sem gerir það að stærsta heimsálfu ungmennamóti í sögu íþróttarinnar.
Í heildina með þjálfurum/liðsstjórum voru yfir 500 þátttakendur á EBU í Slóveníu og slær einnig metið í heildarfjölda þátttakenda.
Met þátttaka var í berboga, en þar sem greinin er enþá nýlega á Evrópubikarmótum er þátttakan minni í berboga en öðrum greinum. En hún mun vaxa í framtíðinni þegar allar þjóðir hafa skipulagt sig betur í kringum viðbótina.
Samantekt af árangri:
- 3 sæti – Heba Róbertsdóttir BFB – Berboga kvenna U21
- 3 sæti – Berboga U21 blandað lið (mixed team)
- Heba Róbertsdóttir BFB
- Henry Johnston BFB
Heba hefur því lokið keppni á Evrópubikarmótinu. (Að öðru leiti en því að taka við einstaklings brons verðlaunum sínum í fyrramálið) En mögulegt verður að lesa nánar um mótið eftir að því lýkur að fullu á vefsíðu Bogfimisambands Íslands hér:
Teikning sem gerði gang.