Haukur Hallsteinsson úr Langbogafélaginu Freyju vann Íslandsmeistaratitilinn óháð kyni (allir) á Íslandsmeistaramóti Langboga/H um helgina, ásamt því að taka brons í félagsliðakeppni, slá Íslandmetið í félagskeppni ásamt liðsfélögum sínum í undankeppni ÍM og taka silfrið í keppni um titilinn í langboga karla. Hann tók því alla liti af verðlaunum á ÍM.
Þetta er annar Íslandsmeistaratitillinn í einstaklingskeppni sem Haukur hefur unnið, en hann vann fyrsta titilinn í karla á ÍM utandyra 2025.
Meistaraflokkur (óháð kyni) úrslit á ÍM
Í gull úrslitum mættust aftur Helgi Már Hafsteinsson ÍFA og Haukur Hallsteinsson LFF. Helgi var talinn líklegri til sigurs ný búinn að slá Íslandsmetið í undankeppni þar sem Helgi var hæstur. Leikurinn var mjög jafn og endaði bókstaflega jafn 5-5 eftir fimm lotur þar sem Haukur og Helgi skoruðu sama skor í 3 af fimm lotum og deildu stigunum milli sín. Þannig að aftur þurfti bráðabana til að ákvarða sigurvegara, ein ör nær miðju vinnur, þar tók Haukur sigurinn 8-6 og Íslandsmeistaratitilinn óháð kyni.
Í brons úrslitum mættust Guðrún Þórðardóttir LFF og Sveinn Sveinbjörnsson BFB. Leikurinn var mjög jafn en Sveinn náði sigrinum á endanum með því að taka síðustu lotuna með 1 stigi og tók bronsið.

Meistaraflokkur karla úrslit á ÍM
Í gull úrslitum karla mættust Helgi Már Hafsteinsson ÍFA og Haukur Hallsteinsson LFF. Helgi var talinn líklegri til sigurs ný búinn að slá Íslandsmetið í undankeppni ÍM. Leikurinn var mjög jafn en í þriðju lotu var staðan 5-1 fyrir Helga. Leikurinn endaði svo á rosalegri fjórðu lotu þar sem að Haukur skoraði fullkomið skor 30, Helgi var með 10-10 og þurfti 10 til þess að jafna lotuna svo að þeir deildu stigunum og Helgi tæki sigurinn 6-2, sem hann náði. 30-30 fullkomið skor hjá báðum. Þeir deildu því stigunum fyrir lotuna og Helgi tók því sigurinn 6-2 og Íslandsmeistaratitil karla og Haukur tók silfrið.
Í brons úrslitum mættust Daníel Örn Linduson Arnarsson LFF og Sveinn Sveinbjörnsson BFB. Sveinn var talinn líklegri til sigurs nýlega orðinn Bikarmeistari BFSÍ. Enn annar leikur sem var mjög jafn Daníel þurfti að vinna síðustu lotuna til að jafna leikinn og knýja fram bráðabana. En Sveinn náði lotunni og sigrinum 7-3 og tók bronsið.

Nánari upplýsingar um ÍM í langboga/hefðbundnum bogum er mögulegt að finna í frétt Bogfimisambands Íslands á bogfimi.is
Íslandsmeistaramótinu í Langboga lokið. Úrslitin byrjuðu og enduðu á bráðabönum