
Haukur Hallsteinsson varð Íslandsbikarmeistari í langboga utandyra í fyrsta sinn á lokamóti Íslandsbikarmótaraðar BFSÍ 2025 sem var haldið laugardaginn 19 júlí síðastliðinn í Þorlákshöfn.
Þetta var fyrsta Bikarmótaröð þar sem Langbogi/hefðbundnir bogar voru formlega partur af Íslandsbikarmótaröð BFSÍ utandyra og Haukur er því fyrsti sem hreppir titilinn.
Haukur var efstur í Bikarmótaröðinni fyrir lokamótið í Þorlákshöfn júlí. Haukur náði ekki frábæru skori á lokamótinu, en Íslandsmetið sem hann setti í keppnisgreininni á Íslandsbikarmótinu í júní sem hafði sett hann í efsta sæti í stöðu Bikarmótaraðarinnar þá, tryggði honum einnig öruggann sigur mótaröðinni í heild sinni með 954 stig á móti 504 stig í öðru sæti.
Topp 3 í Íslandsbikarmótaröð BFSÍ 2025 Langbogi/Hefðbundnir:
- Haukur Hallsteinsson LFF 954 stig
- Tinna Guðbjartsdóttir LFF 504 stig
- Daníel Ö. A. Linduson LFF 499 stig
Bikarmótaröð BFSÍ samanstóð af þremur Íslandsbikarmótum 2025:
- Íslandsbikarmót Sauðárkrókur Maí
- Íslandsbikarmót Þorlákshöfn Júní
- Íslandsbikarmót Þorlákshöfn Júlí
Þeir keppendur sem eru með tvö hæstu skor samanlagt úr undankeppni Íslandsbikarmóta tímabilsins hreppta titilinn Íslandsbikarmeistari 2025 í sínum keppnisgreinum.
Bikarmótaröðin er keppni óháð kyni, þar mætast því karlar/konur/kynsegin í keppni um hver sýnir bestu frammistöðu að meðaltali yfir tímabilið.
Nánari upplýsingar í frétt Bogfimisambands Íslands hér:
Bikarmeistarar utandyra 2025 – Haukur – Helgi – Alfreð – Marín