Haukur Hallsteinsson úr ÍF Freyju Reykjavík var valinn Langbogamaður ársins 2025 af Bogfimisambandi Íslands.
Haukur sló öll Íslandsmetin í meistaraflokki á árinu, bæði utandyra og innandyra, í einstaklingskeppni og félagsliðakeppni. Ásamt því vann Haukur báða Íslandsmeistaratitla félagsliða, varð Bikarmeistari utandyra og Íslandsmeistari karla utandyra.
Árið var þó strembið, Haukur byrjaði árið á fjórum silfurverðlaunum í röð á ÍM inni karla, ÍM inni Unisex, Bikarmeistara innandyra og ÍM úti unisex. Þó að Haukur hafi sjaldan tapað gullinu gegn sama aðila á Íslandsmótum. Sumir (Gummi) byrjuðu að kalla hann silfur drenginn.
Því var góð kaldhæðni í því að Haukur braut silfur verðlauna röðina sína á árinu með því að sigra Íslandsmeistaratitil karla utandyra á móti manninum sem kallaði hann silfurdrenginn (Gumma).
Úrslitaleikja myndband Hauks og Gumma er nú þegar komið með yfir 50.000 áhorf á Youtube rásinni Archery TV Iceland og er mest áhorfði úrslitaleikum ÍM á árinu 2025.
Haukur er fyrstur til þess að hljóta viðurkenningu sem Langbogamaður ársins. Haukur er 34 ára gamall.
Árið 2025 var fyrsta ár sem veittar voru viðurkenningar fyrir Langbogamann og Langbogakonu ársins. Þar sem að langboga/hefðbundnum var bætt við sem formlegri keppnisgrein á Íslandsmeistaramótum frá og með árinu 2025. Haukur og Tinna úr Langbogafélaginu Freyju voru þau fyrstu til þess að hreppa þær viðurkenningar.
Ýmis tölfræði:
- Íslandsmeistaratitlar 2025
- Íslandsmeistari Meistara Félagsliða Óháður kyni Langboga Innandyra Freyja Reykjavík (ÍBR) Haukur Hallsteinsson Margrét Lilja Guðmundsdóttir Guðmundur Ingi Pétursson
- Bikarmeistari Meistara Einstaklinga Óháður kyni Langboga Utandyra Freyja Reykjavík (ÍBR) Haukur Hallsteinsson
- Íslandsmeistari Meistara Einstaklinga Karla Langboga Utandyra Freyja Reykjavík (ÍBR) Haukur Hallsteinsson
- Íslandsmeistari Meistara Félagsliða Óháður kyni Langboga Utandyra Freyja Reykjavík (ÍBR) Haukur Hallsteinsson Tinna Guðbjartsdóttir Guðrún Þórðardóttir
- Met 2025
- Íslandsmet Haukur Hallsteinsson Freyja – Reykjavík – ÍBR Meistaraflokkur Langbogi Karla M Utandyra Undankeppni Einstaklingsmet 491 Bikarmót BFSÍ Sauðárkrókur (ISL) 31 May 2025
- Íslandsmet Haukur Hallsteinsson Guðrún Þórðardóttir Tinna Guðbjartsdóttir Freyja – Reykjavík – ÍBR Meistaraflokkur Langbogi Blandað lið Utandyra Undankeppni Liðamet 1069 Íslandsmeistaramót Þorlákshöfn (ISL) 21-22 Jun 2025
- Íslandsmet Haukur Hallsteinsson Margrét Lilja Guðmundsdóttir Guðmundur Ingi Pétursson Freyja – Reykjavík – ÍBR Meistaraflokkur Langbogi Blandað lið Innandyra Undankeppni Liðamet 1462 Íslandsmeistaramót Bogfimisetrið (ISL) 13 Apríl 2025
Öllum mótum á tímabilinu sem hafa áhrif á valið er lokið og því mögulegt að birta fréttina fyrr.
Ýmsar fréttagreinar:
Haukur nær einstaklings Íslandsmeistaratitilinum loksins í höfn í bráðabana á ÍM25 um helgina
Langbogafélagið Freyja Íslandsmeistarar félagsliða og settu Íslandsmet félagsliða