Hafnfirðingar á NUM með þrjú verðlaun og tvö Íslandsmet, á ÍMU með fjóra Íslandsmeistara og á EMU í 6 sæti

Það hefur margt gengið á fyrir ungmenni í Bogfimifélaginu Hróa Hetti í Hafnarfirði á síðustu tveim vikum og árangurinn verið að koma það hratt inn að starfsfólk BFSÍ hefur ekki haft tækifæri til að skrifa fréttir við hæfi um allt fyrr en núna.

Íslandsmót ungmenna (ÍMU) var haldið 28 júní síðast liðinn á Hamranesvelli í Hafnarfirði. Stuttu eftir ÍMU flugu svo 8 keppendur úr Hafnarfirði út á Norðurlandameistaramót ungmenna (NUM) sem haldið var 3-7 júlí í Óðinsvé í Danmörku. Svo flaug einn keppandi úr Hafnarfirði beint frá Danmörku til Búkarest í Rúmeníu á Evrópumeistaramót ungmenna (EMU) sem haldið var 8-14 júlí.

Til þess að gefa grófa samantekt af helsta árangri Hafnfirðinga í bogfimi á síðustu 2 vikum:

  • Íslandsmót ungmenna:
    • 4 Íslandsmeistaratitlar
    • 4 silfur
    • 1 brons
  • Norðurlandameistaramót ungmenna:
    • 2 silfur
    • 1 brons
    • 2 Íslandsmet
  • Evrópumeistaramót ungmenna:
    • 6 sæti í liðakeppni
    • 33 sæti í einstaklingskeppni

Hafnarfjörður á NUM:

Keppendur Bogfimifélagsins Hróa Hattar í Hafnarfirði (BFHH) áttu góða uppskeru ungmenna á NM ungmenna 2024 í Óðinsvé í Danmörku. Ungmenni félagsins unnu til tveggja silfurverðlauna, brons verðlauna og slógu tvö Íslandsmet.

Keppendur BFHH sem unnu til verðlauna á mótinu: 

  • Auðunn Andri Jóhannesson BFHH – Berbogi karla U21 – Silfur
  • Eowyn Marie Mamalias BFHH – Trissubogi U21 liðakeppni – Silfur
  • Auðunn Andri Jóhannesson BFHH – Berbogi U21 liðakeppni – Brons

Vert er að nefna að Kaewmungkorn Yuangthong (Púká) og Jóhannes Karl Klein voru ekki langt frá því að næla sér í brons verðlaun í liðakeppni líka. Ásamt því var Púká í öðru sæti í undankeppni NM ungmenna og því talinn líklegur til þess að vinna til einstaklingsverðlauna á NM. En miðaði og skaut óvart einni ör á skífu annars keppanda í 8 manna úrslitum (sem telst þá sem 0 stig þó að örin hafi verið í 10 á ranga skotmarkinu) og tapaði leiknum 124-127.

Íslandsmet sem Hróa menn slógu á NUM:

  • Ragnheiður Íris Klein BFHH – Berbogi U16 kvenna – 510 stig. Metið var áður 461 Kató BFB
  • Berboga U21 NUM landsliðsmet – 1121 stig
    • Heba Róbertsdóttir BFB
    • Maria Kozak SFÍ
    • Auðunn Andri Jóhannesson BFHH

Ragnheiður er efnilegur íþróttamaður á uppleið sem er m.a. Íslandsmeistari innan og utanhúss í berboga U16 bæði kvenna og óháð kyni.

Lokaniðurstöður allra Hafnfirðinga í einstaklingskeppni:

  • Ragnheiður Íris Klein BFHH – 6 sæti berboga kvenna U16
  • Auðunn Andri Jóhannesson BFHH – 2 sæti berboga karla U21
  • Sævar Sindri Jóhannesson BFHH – 9 sæti trissuboga karla U16
  • Bríana Birta Ásmundsdóttir BFHH – 7 sæti trissuboga kvenna U18
  • Eowyn Marie Mamalias BFHH – 6 sæti trissuboga kvenna U21
  • Jóhannes Karl Klein BFHH – 5 sæti trissuboga karla U21
  • Kaewmungkorn Yuangthong BFHH – 8 sæti trissuboga karla U21
  • Dagur Logi Rist Björgvinsson BFHH – 17 sæti sveigboga karla U16

Lokaniðurstöður allra keppenda úr Hafnarfirði í liðakeppni:

  • Ragnheiður Íris Klein BFHH – 7 sæti berboga U16
  • Auðunn Andri Jóhannesson BFHH – 3 sæti berboga U21
  • Sævar Sindri Jóhannesson BFHH – 8 sæti trissuboga U16
  • Bríana Birta Ásmundsdóttir BFHH – 5 sæti trissuboga U18
  • Eowyn Marie Mamalias BFHH – 2 sæti trissuboga U21
  • Jóhannes Karl Klein BFHH – 4 sæti trissuboga U21
  • Kaewmungkorn Yuangthong BFHH – 4 sæti trissuboga U21
  • Dagur Logi Rist Björgvinsson BFHH – 9 sæti sveigboga U16

Frekari upplýsingar um mótið er hægt að finna í frétt Bogfimisambands Ísland hér:

Frábært gengi Íslands á NM ungmenna í bogfimi um helgina með 5 Norðurlandameistara, 5 Norðurlandamet o.fl.

Hafnarfjörður á ÍMU:

Keppendur Hróa Hattar tóku fjóra Íslandsmeistaratitla á Íslandsmóti ungmenna utandyra sem var haldið 28 júní síðast liðinn á heimavelli Hróa Hattar. En allir Íslandsmeistaratitlarnir voru teknir af keppendum úr Hafnafirði eða Kópavogi. Íslandsmeistararnir úr Hafnarfirði voru:

  • Ragnheiður Íris Klein – BFHH – Berbogi U16 kvenna
  • Ragnheiður Íris Klein – BFHH – Berbogi U16 Unisex
  • Eowyn Marie Mamalias – BFHH – Trissubogi U21 Unisex
  • Dagur Logi Rist Björgvinsson – BFHH – Sveigbogi U16 karla

Silfur og Brons verðlaun sem Hafnfirðingar unnu til á ÍMU:

  • Dagur Logi Rist Björgvinsson – BFHH – Sveigbogi U16 Unisex – Silfur
  • Eowyn Marie Mamalias – BFHH – Trissubogi U21 kvenna – Silfur
  • Jóhannes Karl Klein – BFHH – Trissubogi U21 karla – Silfur
  • Jóhannes Karl Klein – BFHH – Trissubogi U21 Unisex – Brons
  • Félagsliðakeppni trissubogi U21 – Silfur
    • Jóhannes Karl Klein
    • Eowyn Marie Mamalias

Frekari upplýsingar um mótið er hægt að finna í frétt Bogfimisambands Ísland hér:

Kópavogur og Hafnarfjörður sýndu yfirburði á ÍMU í bogfimi utandyra og tóku 27 titla og 7 Íslandsmet

Hafnarfjörður á EMU:

Hafnarfjörður átti einn keppanda á Evrópumeistaramóti ungmenna í Búkarest Rúmeníu 7-14 júlí, Eowyn Marie Mamalias. En hún endaði í 6 sæti í liðakeppni og 33 sæti í einstaklingskeppni á EMU.

Ísland í 6 sæti á EM ungmenna í hitabylgju í Rúmeníu

Þegar að margt gengur á og mörg afrek koma inn á sama tíma er erfitt að gefa öllu umfjöllun við hæfi. En mögulegt er að finna fréttir um ákveðna einstaklinga og þeirra afrek á archery.is fréttavefnum sem fjalla almennt ítarlegra um afrek hvers keppanda fyrir sig.