Hæstu sæti sem íslendingar hafa náð á heimsmeistaramóti

Í dag kepptu Astrid Daxböck og Guðmundur Örn Guðjónsson á heimsmeistarmóti í bogfimi í Ankara í Tyrklandi.

TUR16_A16_7295-M

Mótið gekk vel Guðmundur vakti mikla athygli þar sem hann er búinn að þróa nýjann skotstíl og var meðal annars tekinn í 2 viðtöl og spurður úr spjörunum af þjálfurum og ólympíu medalíu höfum sem höfðu áhuga á honum á mótinu.

Guðmundur endaði í 38 sæti á heimsmeistarmótinu sem er hæsta sæti sem íslendingur hefur náð í karla flokki á heimsmeistaramóti. Hæsta sætið var áður 55 sæti á heimsmeistaramótinu 2014 í Frakklandi.

TUR16_B16_8226-X2

Astrid Daxböck keppti seinni part dagsins í kvenna flokki og endaði í 17 sæti í lokin sem er hæsta sæti sem nokkur hefur náð fyrir hönd Íslands á heimsmeistaramóti. Hæsta sætið var áður 38 sæti á heimsmeistaramótinu 2014 í Frakklandi.

TUR16_B16_8866-S

Það er búin að vera mikill stækkun á bogfimi íþróttinni á íslandi á síðustu 3-4 árum og fólk er byrjað að taka eftir okkur á heimsvísu.

“Við erum bæði dauðþreytt þetta er búinn að vera rosalega langur dagur. Við vorum að frá 8 til 18 og erum kominn á hótelið núna, rúmið er alltaf extra mjúkt eftir svona erfiðann dag. Erum alsæl með daginn en við vitum að við getum gert enn betur á næsta móti þannig að okkur hlakkar til þess að keppa aftur. Kveðja Gummi og Astrid.”