Há skor á IceCup Nóvember

Guðmundur Örn Guðjónsson sló Íslandsmetið í sveigboga karla innandyra á IceCup með skorið 582. Metið var 579 síðan á RIG 2018.

Alfreð Birgisson var með 578 stig í skori í trissuboga og var hæstur án forgjafar á IceCup. Það er hægt að telja á annari hendi hve margir Íslendingar hafa náð sama eða hærra skori og því. Síðast var það í byrjun 2017 sem Guðjón Einars skoraði 579, næstum því komin 3 ár síðan. Og því vel vert að hrósa fyrir þessa frammistöðu hjá Alfreð. Íslandsmetið í trissuboga karla er hátt 587 og er 11 ára gamalt.

Guðbjörg Reynisdóttir sló loksins Íslandsmetið í opnum flokki og U21 aftur…. Með 1! stigi. Metið var 465 og hún skoraði 466. Guðbjörg hefur verið að hlaupa í kringum þetta met í langann tíma sem dæmi skoraði hún 460 á síðasta IceCup en hún setti það met í September í fyrra.

Rakel Arnþórsdóttir sló sitt eigið Íslandsmet í U21 sveigboga kvenna metið var 491 síðan á Íslandsmóti ungmenna í ár og hún skoraði 511 á mótinu núna

Georg Rúnar Elfarsson vann sveigboga með forgjöf.
Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir vann trissuboga með forgjöf
Guðbjörg Reynisdóttir vann berboga með forgjöf

Úrslit með forgjöf eru hér fyrir neðan

Ingó og Tryggvi gleymdu medalíunum í fyrsta skipti, þær verða því afhentar síðar.

Ásgeir Ingi var meiddur og þurfti að hætta keppni.

Albert Ólafsson skoraði einnig personal best 3 stigum frá því að taka metið í 50+

Erla og Ómar voru einnig með góð skor líklega með eða nálægt personal best í keppni.

Niðurstöður er hægt að sjá á http://www.ianseo.net/Details.php?toId=6343

http://www.ianseo.net/TourData/2019/6343/IC.php

Síðasta IceCup ársins verður í Desember.

Ef það er einhver sem hefur áhuga á því að skrifa greinar á archery.is um IceCup megið þið endilega hafa samband við Ingó eða Tryggva sem halda mótin.