Gunnar Þór Jónsson.

Þú heitir?
Ég heiti Gunnar Þór Jónsson.

Við hvað starfaðu?
Ég hef undanfarin ár starfað sem verktaki hjá Marel en hef komið víða við á langri starfævi svo sem við virkjanaframkvæmdir, viðhald vetnisbíla og margt fleira.

Menntun þín?
Ég er með meistararéttindi í bifvélavirkjun og vélvirkjun.

Hvað ertu gömul/gamall og hvaða stjörnumerki ertu?
Ég er 67 ára gamall vatnsberi.

Hvar býrðu og/eða hvaðan ertu?
Ég bý á Stóra-Núpi í Gnúpverjahreppi en fæddist við Skeiðfossvirkjun í Fljótum í Skagafirði fór Þaðan 8 ára gamall á Akranes og átti þar 12 góð ár eða þangað til ég hleypti heimdraganum tvítugur og hóf störf við byggingu Búrfellsvirkjunar.

Uppáhalds drykkurinn?
Kolsýrt vatn.

Ertu í sambandi?
Ég er búinn að vera í hjónabandi með Ingunni Sveinsdóttur í rétt tæp 45 ár.

Hvað hefurðu stundað bogfimi lengi?
15 mánuði.

Í hvaða bogfimifélagi ertu?
Bogfimifélaginu Boganum.

Hver er þín uppáhalds bogategund?
Trissubogi.

Hvaða boga ertu mest að skjóta núna, hvaða tegund og hvaða dragþyngd er hann osfrv?
Hoyt pro series XT 2000 dragþyngdin einsog er 43 lbs.

Eftirminnilegasta atvikið í bogfiminni?
Þegar ég klauf ör með annarri á námskeiðinu þar sem þetta byrjaði allt.

Hvað mætti gera betur í bogfimi á Íslandi?
Ég veit það ekki.

Hvað er gert vel í bogfimi á Íslandi?
Að undanförnu hefur margt gott gerst í bogfiminni á Íslandi og má þakka stóraukna þátttöku almennings í íþróttinni þeim sem stofnuðu Bogfimisetrið og bættu þar með aðgengi og fræðslu á bogfimi svo um munaði, hafi þeir þökk og heiður fyrir.

Hver er þinn helsti keppinautur?
Ég sjálfur er minn helsti keppinautur með því að gera betur í dag en í gær!

Hvert er markmiðið þitt?
Komast í fjögurra manna úrslit á Íslandsmeistaramóti !

Um þig (lýstu þér sjálfum í nokkrum orðum, eins og til dæmis þinn besti árangur í bogfimi, hvað finnst þér skemmtilegt að gera eða borða eða hvað sem er sem lýsir þér)?
Besti árangur minn er sennilega á nýliðnu íslandsmeistaramóti. Mér finnst það eitt skemmtilegt sem ég fæst við hverju sinni einsog að borða lambahrygg með mínum nánustu og eiga eðalstundir með þeim.

Eru einhver önnur skilaboð sem þú vilt koma til þeirra sem þetta lesa?
Lifðu lífinu lifandi því það er of stutt til að eyða því í leiðindi !

Dettur þér einhver önnur skemmtileg spurning sem mætti vera á þessum spurningalista?
Er þetta ekki nóg ?