Gummi Heimsálfudómari

Niðurstöður eru komnar úr heimsálfu dómaranámskeiðinu í þýskalandi og Evrópusambandið er búið að staðfesta niðurstöðurnar.

Hægt er að sjá frétt um fund Evrópusambandsins hér

17 af 24 náðu prófi og Gummi var einn af þeim. Hann er því WAE CJ (sem er skammstöfun á World Archery Europe Continental Judge)

Samkvæmt upplýsingum af heimsíðu Evrópusambandsins voru samtals árið 2017 hjá öllum löndum í Evrópu

  • 45 Heimsálfu dómarar
  • 11 Alþjóðadómara efni (Þeir sem eru búnir að uppfylla skilyrði til þess að verða alþjóðadómara)
  • 21 Alþjóðadómara

Aðeins 3 af þeim eru á meðal smáþjóðaleika þjóða. 1 frá Kýpur, 1 frá Möltu og Gummi frá Íslandi.

Því má segja að þetta sé merki um hraða framþróun og uppvöxt í bogfimi á Íslandi sem er búið að vera síðustu 6 ár.

Ef þú hefur áhuga á að læra dómgæslu eða læra meira um reglur í bogfimi er hægt að finna upplýsingar hér.

bogfimi.is/domarar/

bogfimi.is/domaranamskeid/

On behalf of WAE Judge Committee, I am pleased to inform you that, following your participation to the 2018 Judges Seminar held in Wiesbaden (GER) from 16th to 18th November 2018, you passed the exam and you have gained the status of “World Archery Europe Continental Judges”.

Our best congratulations for that success.

Best wishes,

Alessandra Colasante
Secretary General