Guðbjörg Reynisdóttir í BF Hróa Hetti í Hafnarfirði vann öruggann sigur 6-0 í úrslitum á Íslandsmeistaramótinu í dag gegn Guðný Grétu Eyþórsdóttur úr Skaust á Egilsstöðum. Guðbjörg heldur því sigurgöngu sinni áfram en hún hefur tekið alla titla í berboga kvenna opnum flokki síðan árið 2017.
Guðbjörg vann einnig titilinn í parakeppni fyrir félagsliðið sitt ásamt Ólafi Inga Brandssyni gegn liði Skaust á mótinu sem samanstóð af Haraldi Gústafssyni og Guðný Grétu Eyþórsdóttir. En þetta er fyrsta árið sem boðið er upp á félagsliðakeppni í öllum bogaflokkum á Íslandsmeistaramóti.
Birna Magnúsdóttir úr BF Boganum í Kópavogi tók brons á mótinu.
Íslandsmeistaramótið í bogfimi var haldið á hamranesvelli í Hafnarfirði í dag í ágætu veðri þó að það hafi verið í kaldari kantinum og vindurinn hafi sagt til sín nokkrum sinnum yfir daginn. Í dag var keppt í berboga og trissubogaflokki á morgun verður keppt í Ólympískum sveigboga.