Guðbjörg Reynisdóttir tapaði undanúrslitum á móti Eleonora Meloni frá Ítalíu 44-34. Guðbjörg keppir því um brons úrslitum í fyrramálið á móti Kathryn Morton frá Bretlandi. Ítalía og Svíþjóð munu keppa um gull.
Það var kalt og mikil þoka um morguninn og erfitt að sjá á skotmörkin.
Guðbjörg var ekki heppin með dreyfingu örvana, en við vissum að þetta yrði erfiður útsláttur gegn þeirri Ítölsku. Í undanúrslitum og úrslitum er aðeins skotið 12 örvum og því mikilvægt að komst fljótt í góðan gír. Guðbjörg var búin að finna sig í síðustu 3 örvunum en það var ekki nóg til að vinna upp muninn á skori sem hafði myndast á milli Eleonora og Guðbjargar í byrjun.
Guðbjörg var betri í öklanum en undanúrslitin voru á sléttari velli en hinir hlutar EM í víðavangsbogfimi hafa verið.
Hægt verður að fylgjast með úrslitum á morgun í beinni á youtube hérna.
Brons keppnin hennar Guðbjargar ætti að byrja kl 7:00 á íslenskum tíma kl 9:00 að staðar tíma.
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir af undanúrslitum.