Guðbjörg Reynisdóttir í Hróa Hetti algerlega óstöðvandi með tíunda Íslandsmeistaratitilinn í röð frá árinu 2018!

Guðbjörg Reynisdótttir í Hróa Hetti varði Íslandsmeistaratitilinn sinn í berboga kvenna innandyra eftir öruggan sigur 6-0 gegn Viktoríu Fönn Guðmundsdóttur í ÍF Akur í gull úrslitaleik berboga kvenna á Íslandsmeistaramótinu í bogfimi innnandyra síðustu helgi. Guðbjörg var einnig efst í undankeppninni og jafnaði sitt eigið Íslandsmet með 483 stig sem hún setti á Bogfimisetrið Indoor Series Desember 2020.

http://https://www.youtube.com/watch?v=7l72PXa3QT4

Guðbjörg varð einnig bráðabanameistari í berboga á Íslandsmeistarmótinu. Þeirri viðbót við Íslandsmeistaramótið var bætt við til gamans fyrir keppendur sem tilraun á Íslandsmeistaramótinu, ásamt því að gefa dómurum meiri reynslu í því að dæma bráðabana með aðkomu margra íþróttamanna eftir undankeppni. Í bráðabana skjóta keppendur einni ör og sá sem er næst miðju vinnur eða heldur áfram í næsta hluta keppni. Þó var í þessu tilfelli bikarinn gefin út óháð annarri keppni á Íslandsmeistaramótinu og allir keppendur fengu að spreyta sig að næla í bikarinn. Ör Guðbjargar næst miðju af öllum keppendum í berboga óháð kyni og tók hún því bikarinn heim.

Í brons úrslitaleiknum keppti Lena Sóley Þorvaldsdóttir í ÍF Akur við Astrid Daxböck í BF Boganum. Leikurinn endaði 6-2 fyrir Lenu og tók Lena því bronsið á Íslandsmeistaramótinu.

http://https://www.youtube.com/watch?v=g5TxxLeR7oU

Í blandaðri liðakeppni kepptust Akur og Hrói Höttur í gull úrslita leiknum þar sem Guðbjörg var ein af liðsmönnum Hróa hattar. Hrói Höttur voru hærri í undankeppni og slóu Íslandsmetið í blandaðri liðakeppni berboga með 822 stig. Hrói Höttur tók titilinn í blandaðri liðakeppni með yfirburðum 6-0 og því Akur með silfur og Boginn með brons á Íslandsmeistaramótinu (aðeins er sjónvarpað gull úrslitaleik í liðakeppnum á Íslandsmeistaramótum að svo stöddu). Og Guðbjörg með annað gullið sitt á mótinu.

http://https://www.youtube.com/watch?v=Tmk3JqTqWuw

Guðbjörg er ein af fremstu íþróttamönnum Íslands í bogfimi og það sést greinilega á því að hún er búin að halda algerum yfirburðum í sinni keppnisgrein (berboga kvenna) á Íslandi á síðustu 4-5 árum og hún var í fimmta sæti á Evrópumeistaramótinu innandyra í febrúar. Guðbjörg hefur unnið alla Íslandsmeistaratitla frá árinu 2018 í berboga kvenna, 5 innandyra, 4 utandyra og 1 í víðavangsbogfimi. En þar sem hennar íþróttagrein er berbogi og minna er keppt í berbogaflokki á alþjóðlegum mótum hefur það oft dregið Guðbjörgu niður þegar kemur að vali íþróttafólki ársins í bogfimi. Það er ein af forsendum þess að BFSÍ byrjaði að gefa út eigin verðlaun fyrir íþróttafólk ársins byggt á hverri keppnisgrein fyrir sig til þess að viðurkenna og verðlauna árangur íþróttamanna í sinni keppnisgrein. Íþróttafólk ársins BFSÍ sem sent er til ÍSÍ krefur að aðeins sé ein kona og einn karl frá hverju sérsambandi valið sem íþróttafólk ársins og til þess er notuð reikniformúla til þess að meta hlutlaust getustig keppenda á milli íþróttagreina, en hæsta vægi þeirra formúlu er á getustigi íþróttafólks á erlendum stórmótum. Því var mikil ánægja hjá Guðbjörgu þegar að berbogaflokki var bætt við sem keppnisgrein á Evrópumeistaramótum innandyra á síðasta Evrópuþingi 2021. Fyrsta skipti sem keppt var í berbogaflokki á EM innandyra var núna í febrúar síðast liðinn þar sem, eins og vísað er í hér fyrir ofan, að Guðbjörg endaði í fimmta sæti.

Þátttaka í berbogaflokkum á Íslandi hefur einnig almennt verið með þeirri minnstu á milli keppnisgreinanna. Það var þó ekki þannig á þessu Íslandsmeistaramóti, það kom öllum á óvart að mest þátttaka var í berboga kvenna af öllum greinum sem keppt var í á Íslandsmeistaramótinu sem þykir gífurlega óvenjulegt, en jákvætt að Guðbjörg fái meiri samkeppni í framtíðinni af konum sem miða á að brjóta sigur röð Guðbjargar.

Guðbjörg hefur meðal annars slegið heimsmet og Evrópumet í berboga kvenna opnum flokki og U21 (þó að þau met hafi verið bætt síðan þá), keppt um brons 2019 í U21 flokki á Evrópumeistaramóti í víðavangsbogfimi og tekið tvo norðurlandameistaratitla ungmenna í U21 flokki. En Covid setti að sjálfsögðu strik í reikninginn hjá Guðbjörgu eins og flestu íþróttafólki og landsmönnum.

Íslandsmeistaramótið var haldið í Bogfimisetrinu í Dugguvogi 2 Reykjavík helgina 5-6 mars. 44 keppendur tóku þátt á mótinu og keppt var á laugardeginum í berboga- og trissubogaflokkum og á sunnudeginum í sveigboga- og langbogaflokkum.