Guðbjörg Reynisdóttir Bikarmeistari berboga utandyra 2024

Síðasta Bikarmóti í Íslandsbikarmótaröð BFSÍ utandyra 2024 var að ljúka í dag. Guðbjörg Reynisdóttir tók Bikarmeistaratitilinn í berboga utandyra.

Það munaði ekki miklu í berboganum á hver hreppti titilinn þar sem að Guðbjörg Reynisdóttir í BF Hróa Hetti í Hafnarfirði tók titilinn með 27 stigum með skorið 1025 á móti 998 stigum frá Hebu Róbertsdóttir úr BF Boganum í Kópavogi. En þær skoruðu báðar sama skor á lokamótinu 527, sem er aðeins 4 stigum frá Íslandsmetinu í meistaraflokki berboga kvenna. Því ansi hörð samkeppni milli þeirra, enda konur í heimsklassa í sinni keppnisgrein.

Áhugavert er að nefna að Heba og Guðbjörg skiptust á Bikarmeistaratitlum á árinu. Árið 2023 var Heba Bikarmeistari utandyra og Guðbjörg Bikarmeistari innandyra, og nú á árinu 2024 er það öfugt, Guðbjörg tók titilinn utandyra og Heba innandyra.

Guðbjörg var lengi vel yfirgnæfandi í sinni keppnisgrein á Íslandi og átti meðal annars lengstu óbrotnu sigurröð Íslandsmeistaratitla í sögu íþróttarinnar (11) með takmarkaðri samkeppni frá keppinautum. Enda Guðbjörg reglubundið að enda í topp 8 á EM og hefur unnið nokkra Norðurlandatitila ungmenna o.fl. og var því nánast í sínum eigin “klassa” á landinu. Því er mjög spennandi orðið að keppandi af slíkum caliber þurfi að berjast fyrir titlum á Íslandi í dag og merki um að styrkleiki íþróttarinnar á Íslandi sé sífellt að aukast.

Heba náði Íslandsmetinu í meistaraflokki kvenna af af Guðbjörgu á NM ungmenna, en Guðbjörg leyfði því ekki að lifa lengi og tveim vikum seinna hækkaði Guðbjörg Íslandsmetið aftur á Íslandsmeistaramótinu 2024.

Allt þetta boðar gott fyrir Ísland í framtíðar landsliðsverkefnum 😉

Mögulegt er að lesa nánar í frétt Bogfimisambands Íslands hér:

Mjótt á munum á Bikarmeisturum 2024 eftir síðasta Bikarmót í Íslandsbikarmótaröð BFSÍ utandyra