Fyrsti dagur undankeppni á EM er að ljúka og Guðbjörg er komin til baka og var með hæsta skorið í sínum hópi.
Guðbjörg var með Iris frá Slóveníu og Amelia frá Bretlandi á skotmarki. Guðbjörg var með 253 stig og hinar með 241 og 239 stig.
Ítalía og Svíþjóð eru mjög sterkar þjóðir í berboga og tóku top2 sætin í næstum öllum berboga greinum.
Undankeppnin er hálfnuð hjá Guðbjörgu núna, á morgun verður skotið aftur á merktum vegalengdum. Loka niðurstaðan úr undankeppninni er samanlagt skor af þeim 2 dögum.
Berbogarnir eru svo fljótir að skjóta að trissuboga og sveigboga flokkarnir eru ekki nærri því búnir með sitt. Astrid er en á leiðinni.