Continental judges seminar var haldið þessa helgi í Wiesbaden Þýskalandi af WorldArchery Europe (Evrópusambandinu).
Námskeiðið var haldið í höfuðstöðvum DSB sem er þýska skot og bogfimisambandið.
Tveir dómarar frá Íslandi náðu inntökuprófi á námskeiði. Ingólfur Rafn Jónsson og Guðmundur Örn Guðjónsson. Ingólfur treysti sér ekki til að taka námskeiðið að svo stöddu (hann mun mögulega taka það þegar næsta námskeið verður) og því fór Guðmundur einn á námskeiðið.
Evrópudómapróf og námskeið er almennt haldið einu sinni á 2-4 ára fresti eftir vöntun. (Síðasta slíkt námskeið var haldið 2015)
Guðmundur náði líklegast prófi eftir námskeiðið sem Evrópudómari (heimsálfudómari) og væri fyrsti frá Íslandi til að ná því. Niðurstöðurnar verða ekki gerðar opinberar fyrr en að dómararáð Evrópusambandsins og stjórn Evrópusambandsins hafa staðfest niðurstöðurnar og samþykkt þá sem náðu prófi sem gæti tekið 1-2 vikur. (prófin voru númeruð svo að þeir sem fóru yfir prófið gætu ekki séð hverja þeir væru að meta þegar þeir fóru yfir það)
25 þáttakendur voru á námskeiðinu en nokkrir þeirra munu ekki fá réttindi sama hvort þeir ná prófi eður ei, þar sem þeirra þjóð er komin í hámarkskvóta af evrópudómurum fyrir sitt land. (T.d sendi bretland 4 á námskeiðið en eiga bara 3 laus sæti og því sá sem var með lægsta skorið á prófinu sem verður ekki heimsálfudómari). Svo eru sumar stórar þjóðir sem eru með fáa heimsálfudómara, eins og t.d Rússland sem er aðeins með 1 slíkann. En tungumála örðugleikar hafa mikil áhrif þar.
Hver þjóð má aðeins vera með 9 Evrópudómar og af þeim mega aðeins vera 4 heimsdómara.
Námskeiðið var 3 dagar, 2 dagar í námskeið og 1 dagur í próf.
Prófið var svokallað closed book exam, þannig að enginn sem tók það mátti hafa nein aðstoðartæki (eins og reglubækur, internet, dómarahandbækur og slíkt), bara heilann og penna.
Á þessu ári var lágmarksskor sem þurfti til að ná prófi hækkað úr 75% í 80%. Ásamt því að þetta var fyrsta árið sem þáttakendur þurftu að taka pre-test til að mega sitja námskeiðið yfirhöfuð. (til upplýsinga til að ná heimsdómaraprófi er nýlega búið að hækka það úr 85% upp í 90% á prófi)
Tíminn sem var gefinn fyrir prófið var frekar stuttur, aðeins 90 mínútur. Prófið samanstóð af 54 spurningum. (það eru um 100 sekúndur per spurningu)
Svo var open book test þar sem mátti hafa aðgang að öllu nema dómara newsletters það voru 6 mjög langar spurningar með mörgum liðum sem callast case studies, þar sem vísað er í mjög erfiðar aðstæður sem hafa komið upp á mótum og nemandinn þarf að gefa sitt álit á hvað var gert rétt eða vitlaust og rökstyðja það. Fyrir þær spurningar voru einnig gefnar 90 mínútur.
Guðmundur fékk einnig afrit af spurningunum (ekki svörunum) til að geta uppfært og aðlagað landsdómaraprófið á Íslandi að formi sem er svipað og Evrópusambandið notar. Þó nokkrar af spurningunum á landsdómara prófinu og evrópudómaraprófinu voru sömu spurningarnar.
Landsdómara prófið á Íslandi er hægt að finna hér fyrir þá sem hafa áhuga á því að taka það. http://bogfimi.is/domaranamskeid/
Gott er að koma með allar sínar dómaragræjur með sér á svona námskeið (stækkunargler, sirkil, penna og svo frammvegis) á svona námskeið en það er ekki skylda. Það er gott að hafa með sér fartölvu.
Og munið að koma með dökkann bjór með ykkur fyrir Klaus 😉
(Klaus er alþjóðadómari frá Danmörku sem er góður vinur okkar og var einn af 3 kennurum á námskeiðinu)
Þeir sem héldu námskeiðið voru í dómararáði Evrópusambandins, ásamt því kom fulltrúi úr stjórn Evrópusambandsins.
Sjá grein hjá evrópusambandinu hér http://www.archeryeurope.org/index.php?option=com_content&view=article&id=803:judge-seminar-2018-in-wiesbaden&catid=16:news&Itemid=364
From 16th to 18th of November, a seminar for World Archery Europe Continental Judge candidates was organized at the premises of the German Shooting and Archery Federation at Wiesbaden (GER)
24 candidates from various countries attended the seminar. All did a pre-seminar test before they could finally register. Participants were welcomed by Mr. Klaus Lindau, representative of the DSB and chairman of the archery division of the DSB.
On Saturday we were joined by Mrs. Sabrina Steffens, member of WAE Executive Board and our liaison between Archery Europe Federation.
During the first 2 days the members of the Judge Committee gave different presentations on the current archery rules, together with candidates worked on practical discussion about case studies and practical session on scoring.
On the third day the candidates had to pass an exam.
This time the exam consists of two parts: first part was a “Closed book” with 53 questions, than the second part was an “Open book” test with 5 case studies in which participants must give their opinion of how they would solved the described situations.