Frost Ás Þórðarsson úr BF Boganum í Kópavogi setti fyrsta Íslandsmet í kynsegin/annað á Bikarmóti BFSÍ í dag. Eftir því sem best er vitað er þetta fyrsta Íslandsmet sem veitt er fyrir þriðju kynskráningu í þjóðskrá (kynsegin/annað) á Íslandi.
Íslandsmetið er í berboga kynsegin/annað og skorið var 264 og hán hefur þegar tilkynnt metið í gegnum tilkynningar form á vefsíðu sambandsins og fengið það staðfest af Bogfimisambandi Íslands. Áætlað er að Íslandsmetaskrá verði uppfærð síðar í dag. Við óskum Frost til hamingju með metið 🏹🏳️🌈
Frost endaði í 4 sæti á bikarmótinu um helgina, en það er aðeins þriðja bogfimimót sem Frost keppir á, en hán byrjaði í íþróttinni snemma á árinu 2022.
Mótið var síðasta Bikarmót í Bikarmótaröð BFSÍ 2022-2023. Bikarmótaröðin er kynlaus (keppni óháð kyni/unisex) og er opin öllum iðkendum innan aðildarfélaga BFSÍ. Það mætti segja að konur hafi sýnt sitt og sigruðu bardaga kynjana árið 2023 með tvo af þrem bikarmeistaratitlum. Um langt skeið var útlit fyrir að konur myndu taka alla þrjá titlana 2023.
Stjórn Bogfimisambands Íslands samþykkti á stjórnarfundi í þessari viku að bæta við Íslandsmetum fyrir þriðju kynskráningu kynsegin/annað, og er þetta fyrsta mót efitr að breytingarnar tóku gildi. Við eigum því líklega eftir að sjá þó nokkur kynsegin/annað met á næstunni á meðan fyrstu einstaklingar eru setja standardinn fyrir skor í kynsegin/annað í öllum aldursflokkum. Vafalaust á Frost eftir að bæta metið nokkrum sinnum til viðbótar, en það mun verða erfiðara og erfiðara í hvert sinn 😉
Hægt er að finna nánari upplýsingar um viðbót kynsegin/annað Íslandsmeta hjá Bogfimisambandi Íslands í þessari frétt.
Viðbót Íslandmeta fyrir þriðju kynskráningu og formleg viðbót á Íslandsmeistaratitlum óháðum kyni