
Freyja Dís Benediktsdóttir úr BFB Kópavogi keppti á World Archery Youth Championships (HM ungmenna) í Winnipeg Kanada 18-24 ágúst og komst í 16 liða úrslit, endaði í 9 sæti í liðakeppni og 33 sæti í einstaklingskeppni.
Í compound U21 mixed team (trissuboga U21 blandaðri liðakeppni) stóð lið Íslands saman af Freyju og Ragnari. Ísland komst áfram eftir undankeppni liða í 19 sæti í undankeppni, hæst áður var 25 sæti 2021 sem Ísland hafði náð en aðeins 24 lið halda áfram eftir undankeppni. Þetta var því í fyrsta sinn á HM ungmenna sem Íslenskt lið kemst áfram eftir undankeppni HMU og komst í útsláttarleiki.
Íslenska liðið mætti heimaþjóðinni Kanada á heimavelli í 24 liða útsláttarleikjum. Þar byrjaði Ísland á ótrúlegri fullkominni umferð 40 stig!! á móti 34 stigum frá Kanada. Til að bæta við hvað það er rosalegt þá gerði Ísland það í mjög erfiðum veður aðstæðum þar sem að mikill og breytilegur vindur var á vellinum. Þulur mótsins sem þylur upp yfir öll 120 mörk vallarins fyrir áhorfendur og aðra leikmenn trúði því ekki sjálfur þegar hann var að fara yfir skorin hjá liðunum á vellinum í 24 liða útsláttum að eitthvað lið hefði skorað fullkomið skor, hann benti sérstaklega á þetta og það var klappað á vellinum. Vert er að geta að þetta var eina fullkomna umferðinni hjá nokkurri þjóð í 24 liða útsláttum, 16 liða úrslitum, 8 liða úrslitum og það var ekki fyrr en í undanúrslitum þegar veðrið hafði róast sem að Mexíkó og Bandaríkin náðu einni fullkominni umferð hvor.
En aftur að leiknum, staðan 40-34 og Ísland með 6 stiga forskot. Næsta umferð var þó ekki eins góð (enda mikill vindur) og Kanada náði á klóra 4 stig til baka 34-38 og staðan 74-72. Kanada og Ísland jöfnuðu svo þriðju umferð 36-36 þrátt fyrir að vespa hafi stungið Freyju í bogahendina á meðan hún var að skjóta síðustu örinni í umferðinni (það var mjög mikið af vespum á vellinum og við höldum því fram að Freyja hafi lamið vespuna fyrst eða hrætt hana). Staðan 110-108 fyrir Íslandi.
Kanada og Ísland jöfnuðu einnig fjórðu umferðina 34-34. Ísland sigraði því leikinn 144-142 og var með hæsta heildar skorið af öllum þjóðum í 24 liða úrslitum á vellinum!! Ekki amalegt, sérstaklega þar sem að Kanada var í 14 sæti í undankeppni HMU og var talið líklegra liðið til sigurs þar sem Ísland var í 19 sæti undankeppni HMU.
En Ísland tók sigurinn og hélt áfram í 16 liða úrslit. Sem er í fyrsta sinn sem Ísland kemst í úrslit á HM ungmenna í sögu íþróttarinnar.
Freyja stökk snöggt í sjúkratjaldið og fékk kælipoka til þess að minnka bólguna og stjórna kláðanum eftir vespu stunguna og kom svo hlaupandi til þess að keppa í 16 liða úrslitum HMU.
Í 16 liða úrslitum mætti Ísland Spáni sem var í 3 sæti undankeppni HMU. Spánn byrjaði með 2 stiga forskot 37-35. Íslendingar jöfnuðu muninn 33-35 í annarri umferð og staðan 70-70 og leikurinn hálfnaður. En þar fundu Spánverjarnir gírinn og tóku tvær glæsilegar umferðir einu stigi frá fullkomnu skori 39-39 sem Ísland náði ekki að svara 36-32. Spánn tók því sigurinn 148-138 og sló Ísland út af HM ungmenna, Ísland endaði því í 9 sæti á HMU 2025, sem er hæsta sæti sem Ísland hefur náð á HM ungmenna.
Í einstaklingskeppni HMU mættust í 56 manna útslátti Freyja og Kenza Pop frá Lúxemborg. Freyja byrjaði 3 stigum yfir í leiknum 29-26 eftir fyrstu umferð. K-Pop náði að minnka muninn um 1 stig í annarri umferð 28-27 og staðan 56-54, og gerði það sama í þriðju umferð 26-25 og staðan 81-80 í leiknum. Í fjórðu umferð náði K-Pop forskotinu með 29-26 umferð og staðan 109-107. Það sama gerðist í fimmtu og síðustu umferð 29-26 fyrir K-Pop og K-Pop tók því sigurinn 138-133 og sló Freyju út af HMU. Freyja endaði því í 33 sæti HMU í einstaklingskeppni.
Hverjum hefði grunað að Freyju líkaði við K-Pop 😆 (Ég gat ekki staðist freistinguna og varð að setja inn Kóreskan Pop pabba brandara, nafnið er bara of fullkomið)
Mjög vel af sér vikið hjá Freyju á sínu fyrsta og síðasta HMU, þar sem að Freyja verður 21 árs á næsta ári.
Samantekt af árangri Freyju á HM ungmenna:
- Freyja Dís Benediktsdóttir – 33 sæti einstaklingskeppni trissuboga U21 kvenna
- Ísland – 9 sæti liðakeppni Trissuboga U21 blandað
- Freyja Dís Benediktsdóttir
- Ragnar Smári Jónasson
- Freyja Dís Benediktsdóttir : Besta lokasæti Íslendings á HMU – CU21W – 33 sæti – HMU 2025 Winnipeg (jafnað var áður 33 sæti)
- Fyrsti Íslendingur í 16 liða úrslitum HM ungmenna.
- Og stungin af vespu í hendina í miðjum leik og náði samt að skjóta örinni og klára leikinn.
Mögulegt er að lesa nánar um mótið í frétt Bogfimisambands Íslands hér: