Freyja Dís Benediktsdóttir (18 ára) sýndi heldur betur glæsilega takta á Evrópubikarmóti ungmenna í Slóveníu og komst áfram í brons úrslita leik einstaklinga. Mögulegt verður að fylgjast með brons úrslita leiknum einstaklinga live á laugardaginn kl 9:20 hér: https://www.youtube.com/watch?v=T4yu4oSJPD4
Freyja vann einnig silfurverðlaun ásamt liðsfélögum sínum í trissuboga kvenna U21 liðinu Önnur Maríu Alfreðsdóttir og Þórdísi Unni Bjarkadóttir á mótinu. Og endaði í 6 sæti í blandaðri liðakeppni (1kk+1kvk) ásamt Ragnari Smára Jónassyni.
Þetta er fyrsta Evrópubikarmót ungmenna sem Freyja keppir á, en hún mun keppa á öðru slíku í Sviss í júní. Freyja var samt Norðurlandameistari í U18 flokki á NM ungmenna á síðasta ári þannig að ekkert að lamb að leika sér við. Freyja sýndi glæsilega frammistöðu bæði í 16 manna úrslitum og 8 manna úrslitum.
Í 16 manna úrslitum (1/8) mætti Freyja Mia Medimurec frá Króatíu þar sem Freyja byrjaði undir í leiknum en náði að vinna upp forskotið sem sú Króatíska hafði og tók sigurinn af miklu öryggi 139-133.
Í 8 manna úrslitum mætti Freyja Romi Maymon frá Ísrael sem var með hæsta skor í undankeppni mótsins. Leikurinn var mjög harður og stelpurnar skiptust á því að vera með eins stigs forskot á hina, en leikurinn endaði með sigri Freyju 141-140.
Í 4 manna úrslitum (undan úrslitum 1/2) þá lenti Freyja á móti Aurora Janssen frá Niðurlöndum. Þar stóð Freyja sig glæsilega en átti eina laka ör í þriðju umferðinni sem dró hana niður og sú Niðurlenska fór því í gull leikinn á meðan Freyja fór í brons leikinn.
Freyja mun því mæta Lara Drobnjak frá Króatíu í brons úrslitaleiknum á laugardaginn og Niðurlenska og Ítalska munu svo leika um gullið.
Allar Íslensku U21 stelpurnar sýndu frábæra frammistöðu á Evrópubikarmóti ungmenna í dag. Allar þrjár unnu sig upp í 8 manna úrslit mjög örugglega, ásamt tveim keppendum frá Ítalíu og einum frá Króatíu, Ísreal og Niðurlöndum.
Déskoti gott að littla Ísland eigi flesta keppendur allra þjóða í 8 manna úrslitum á Evrópubikarmóti, og líklega ekki oft sem það hefur gerst í íþróttasögu landsins. En þarna eigast við sterkustu yngri keppendur í Evrópu.
Fjórir af sex keppendunum á þessu móti verða svo lengur út í Slóveníu eftir Evrópubikarmótið (Freyja er ein af þeim), til að taka þátt í “Veronicas Cup World Ranking Event” næstu helgi (mót fullorðinna). Mótið verður haldið í Kamnik í Slóveníu, um 90 mínútur frá þar sem Evrópubikarmót ungmenna er haldið núna og þar hitta þau aðra keppendur sem eru á leið frá Íslandi á Veronicas Cup. Freyja vann þar árið 2022 gull verðlaun í trissuboga kvenna liðakeppni fyrr Ísland á Veronicas Cup, og verður einnig spennandi að fylgjast með hvernig gengið verður þar.
En fyrst er að bíða spenntur eftir bronsleiknum á laugardaginn. Áfram Ísland!!!! 🎉🏹🎯