Freyja Dís Benediktsdóttir úr Boganum í Kópavogi átti krefjandi EM í meistaraflokki þar sem hún endaði í 9 sæti í liða keppni og 33 sæti í einstaklingskeppni.
Stelpurnar okkar voru slegnar út af EM í leik gegn Spáni í 16 liða úrslitum sem endaði 228-215. Stelpurnar okkar voru að skjóta mjög vel í leiknum, en áttu tvö feil skot. Ein af okkar stelpum var búin að vera að eiga við meiðsli og í fyrstu örinni í leiknum gaf öxlin sig og hún skaut framhjá og síðari örin var úps skot hjá öðrum liðsfélaga. Ef við setjum okkur að þessi 2 skot hefðu endaði í 10 þá hefðu stelpurnar okkar unnið leikinn og haldið áfram í 8 liða úrslit. Spánn endaði á því að taka silfur á EM í liðakeppni og okkar stelpur vermdu 9 sætið.
Freyja fékk aðstoð frá Tyrkneska sjúkraþjálfaranum við að tape-a upp á sér öxlina rétt fyrir undankeppni EM. Sjúkraþjálfarinn skoðaði Freyju líka og spurði hvort að hann mætti eiga við öxlina á henni. Hann fór ansi fast og langt í herðablaðið og axlarliðinn á Freyju sem var mjög gott að gera, en hentaði ekki mjög vel svona gróf aðgerð svona stuttu fyrir mótið, þar sem það var ekki nægilegur tími til að jafna sig eftir það.
Freyja stóð sig þó ágætlega í undankeppni EM, þrátt fyrir að öxlin hafi verið að angra hana þá var skorið í raun fínt og dugði til að komast inn á EM þrátt fyrir að það hafi verið mikil samkeppni í kvenna flokki.
Í fyrsta leik EM (útsláttarkeppni) í einstaklingskeppni mætti Freyja Austurrísku Viktoriia Diakova. Freyja var að skjóta vel og byrjaði yfir í leiknum en öxlin gaf sig frekar fljótt eftir það í annarri umferð. Freyja reyndi að klára leikinn en ákvað í fjórðu umferðinni að hætta og ofgera ekki öxlinni. Freyja var því slegin út 142-96. Freyja endaði því í 33 sæti á EM í einstaklingskeppni.
Evrópumeistaramótið utandyra var haldið í Essen 7-12 maí síðastliðinn á Rhine-Ruhr svæðinu í Þýskalandi. Um 40 þjóðir og 400 þátttakendur voru á EM að þessu sinni. Hver þjóð má aðeins senda 6 karla og 6 konur í undankeppni EM og venjan hefur verið að Ísland hafi verið að senda nánast fullan kvóta keppenda í undankeppni EM. En þátttaka Íslands að þessu sinni var óvenju lág meðal karla og aðeins einn maður sem lagði för sína á mótið en fullt lið kvenna í trissuboga og sveigboga.