Freyja Dís Benediktsdóttir á EM með brons

Freyja Dís Benediktsdóttir fékk brons í trissuboga kvenna liðakeppni og endaði í 9 sæti í einstaklingskeppni í meistaraflokki á Evrópumeistaramótinu innandyra 2025 í Samsun Tyrklandi 17-23 febrúar. Þetta voru fyrstu verðlaun Freyju á EM, en hún hefur m.a. unnið til verðlauna á World Series U21 áður.

Í einstaklingskeppni sat Freyja hjá í 32 manna úrslitum og fór beint í 16 manna úrslit. Elisa Roner frá Ítalíu sló Freyju út í 16 manna úrslitum Freyja endaði því í 9 sæti í einstaklingskeppni EM í meistaraflokki. Sú Ítalska endaði á því að taka Evrópumeistaratitilinn síðar á mótinu.

Í liðakeppni trissuboga voru stelpurnar okkar (Freyja, Eowyn og Anna) ekki langt frá því að komast í gull úrslitaleikinn. Í undanúrslitum gegn heimaþjóðinni á heimavelli endaði leikurinn 233-227. Ítalía tók titilinn á móti Tyrklandi og Ísland tók bronsið.

Brons trissubogi kvenna lið m.fl.
Liðsmenn

  • Freyja Dís Benediktsdóttir – BF Boginn Kópavogur
  • Eowyn Mamalias – BF Hrói Höttur Hafnarfjörður
  • Anna María Alfreðsdóttir – ÍF Akur Akureyri

Niðurstöður Freyju á EM í meistaraflokki einstaklings og liðakeppni:

  • Freyja Dís Benediktsdóttir – 9 sæti trissuboga kvenna (slegin út af Ítala í 16 manna úrslitum)
  • Trissuboga kvenna lið meistaraflokkur – Brons verðlaun (3 sæti)

Nánari upplýsingar um EM 2025 er hægt að finna í frétt Bogfimisambands Íslands hér:

EM2025: Ísland vann til 5 verðlauna á EM