Freyja Dís Benediktsdóttir í Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi keppti á ÍM ungmenna utandyra í Hafnarfirði 28 júni, NM ungmenna utandyra (NUM) í Óðinsvé Danmörku 3-7 júlí og Evrópumeistaramóti ungmenna 8-14 júlí í Búkarest Rúmeníu. Non stop keppni og náði mjög góðum árangri.
ÍMU
Á Íslandsmóti ungmenna varð Freyja Íslandsmeistari í félagsliðakeppni og í einstaklingskeppni trissuboga kvenna U21. Til viðbótar við 2 Íslandsmeistaratitla sló Freyja 1 Íslandsmet í trissuboga U21 félagsliðakeppni.
NUM
Í NUM einstaklingskeppni var Freyja slegin út í 8 manna úrslitum af Emilie Holmstrup frá Danmörku 134-126 og Freyja endaði því í 5 sæti í einstaklingskeppni á NM ungmenna.
Í liðakeppni á NUM mætti Freyja ásamt liðsfélögum sínum Ragnari og Eowyn í undanúrslitum liði Svíþjóðar. Þar hafði lið Íslands betur í hörðum bardaga við Svíþjóð sem endaði 202-200 og lið Freyju hélt því áfram í gull úrslitin. Í gull úrslitaleiknum mætti Ísland Danmörku, en þar unnu Danir 209-186. Freyja tók því silfrið ásamt liðsfélögum sínum í liðakeppni á NM ungmenna.
EMU
Á EM ungmenna einstaklingskeppni mætti Freyja í 64 manna úrslitum Alexa Misis Olivares frá Spáni. Þar hafði sú Spænska betur 140-130 og Freyja endaði því í 33 sæti. Leikurinn var tölfræðilega séð nánast 50/50 á hvor myndi vinna áður en hann hófst. En Spænska átti góðan leik og skoraði yfir meðaltali sínu á meðan að Freyja var að skjóta vel en átti eina laka umferð sem orsakaði meirihluta af skor muninum í leiknum. Í raun til að vinna leikinn hefði Freyja þurft að skjóta yfir meðaltali eins og sú Spænska, en það er ekki eitthvað sem maður getur pantað fyrirfram hehe
Í liðakeppni á EM ungmenna stóðu Freyja og liðsfélagar hennar Þórdís og Eowyn sig vel og voru í 7 sæti eftir undankeppni mótsins og sátu því hjá þar til í 8 liða úrslitum. Þar mættu þær Franska liðinu sem slógu Ísland út af EM 228-216 og Freyja endaði því i 6 sæti ásamt liðsfélögum sínum í liðakeppni á EM. Stelpurnar okkar voru ekki að skjóta illa, Frakkarnir áttu bara tvær mjög góðar umferðir sem var meirihlutinn af stiga muninum í leiknum.
Evrópubikarmótaröð ungmenna 2024
Evrópubikarmót ungmenna er samanlögð frammistaða í undankeppni á utandyra ungmenna mótum Evrópusambandsins á hverju ári. Freyja stóð sig fínt í undankeppni á Evrópubikarmótinu í Búlgaríu í maí en ekki eins vel á EM ungmenna í Rúmeníu í júlí út af því að hitinn bræddi úr vélinni hennar. Þrátt fyrir það endaði Freyja í 16 sæti í Evrópubikarmótaröðinni 2024. Hvorki alþjóðabogfimisambandið né Evrópskabogfimisambandið eru með heimslista eða Evrópulista fyrir ungmenna flokka utandyra og því er Evrópubikarmót ungmenna það næsta sem kemst að “Evrópulista” í bogfimi fyrir U18 og U21 flokk. Því nokkuð flott að enda í topp 16 á “Evrópulista”.
Samantekt af niðurstöðum Freyju á ÍMU, NUM, EMU og EBMU:
- 5 sæti trissuboga kvenna U18 einstaklingskeppni á NUM
- Silfur trissuboga U21 liðakeppni á NUM
- Íslandsmeistari trissuboga U21 kvenna á ÍMU
- Íslandsmeistari trissuboga U21 félagsliðakeppni ÍMU
- 33 sæti trissuboga kvenna U21 einstaklinga á EMU
- 6 sæti trissuboga kvenna U21 liðakeppni á EMU
- 16 sæti trissuboga kvenna U21 einstaklinga í Evrópubikarmótaröð ungmenna
- Íslandsmet Trissuboga U21 félagslið undankeppni – 1215 stig
Frekari upplýsingar um mótin er hægt að finna í fréttum Bogfimisambands Ísland hér:
Kópavogur og Hafnarfjörður sýndu yfirburði á ÍMU í bogfimi utandyra og tóku 27 titla og 7 Íslandsmet