Eyrún Eva keppti um brons á NM ungmenna í Svíþjóð og sló met

Eyrún Eva Arnardóttir í Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi endaði í 4 sæti liðakeppni, 8 sæti í einstaklingskeppni og sló landsliðsmet í liðakeppni á Norðurlandameistaramót ungmenna (NUM) sem haldið var 3-6 júlí í Boras Svíþjóð.

Eyrún var í 11 sæti í undankeppni mótsins í einstaklingskeppni trissuboga kvenna U18 og mætti í 16 manna úrslitum Saga Borgner frá Svíþjóð í gífurlega jöfnum leik.

Eyrún byrjaði 1 stigi yfir í fyrstu umferð, en gerði svo úps skot í umferð 2 þar sem að Sænska tók 8 stiga forystu. Sú Sænska gerði svo líka úps skot í umferð 3 og stelpurnar aftur orðnar jafnar 62-62. Í umferð 4 tók Elsa 2 stiga forystu og aðeins ein umferð eftir og útlit fyrir að Eyrún yrði slegin út. En í loka umferðinni náði Eyrún bestu umferð leiksins og snéri leiknum við úr 2 stiga forystu Elsu yfir í 1 stig sigur Eyrúnar 109-108. Eyrún tók því sigurinn og hélt áfram í 8 manna úrslit.

Í 8 manna úrslitum mættust Eyrún og Sara Sjödahl frá Finnlandi. Þar gekk Eyrúnu þó ekki eins vel og sú Finnska tók sigurinn 112-92 og Eyrún endaði því í 8 sæti á NM ungmenna 2025 í einstaklingskeppni.

Í liðakeppni mættu Eyrún og liðsfélagar hennar, Eydís Elide Sartori og Þórdís Unnur Bjarkadóttir, sameinuðu Norðurlandaliði (Nordic Team) í 8 liða úrslitum. Ísland byrjaði með 3 stiga forystu eftir fyrstu umferð, 7 stiga forystu eftir aðra umferð, andstæðingarnir náðu svo að að minnka munninn í 2 stig 151-153 á leið í síðustu umferð. Þar tóku okkar stelpur umferðina 51-49 og leikinn 204-200 og héldu því áfram í undanúrslit NUM. Þær slógu einnig landsliðsmetið í útsláttarkeppni liða sem var áður 201 stig.

Í undanúrslitum mættu stelpurnar okkar liði Svíþjóðar. Svíjar náðu 7 stiga forskoti eftir fyrstu tvær umferðir, stelpurnar okkar náðu að minnka forskotið í þriðju umferð og liðin jöfnuðu fjórðu umferð, ekki nægur tími til að vinna muninni til baka, þannig að Svíjar tóku sigurinn 209-203 og fóru í gull úrslit á meðan að stelpurnar okkar fóru í brons úrslitin. En samt vel gert hjá stelpunum þar sem þær voru aftur yfir gamla landsliðsmetinu sem var 201 stig.

Í brons úrslitum mætti stelpurnar okkar Norska liðinu. Stelpurnar okkar byrjuðu á því að leiða leikinn með einu stigi eftir fyrstu umferð 48-47. Norðmenn snéru því við í 1 stigs forystu í umferð 2. Svo kom eitt úps skot frá okkar stelpum sem M (0 stig framhjá skorsvæði) sem setti þær 14 stigum á eftir og aðeins ein umferð eftir. Þar náðu Norðmenn tveim stigum í viðbót og unnu leikinn örugglega 206-190. Stelpurnar okkar enduðu því í 4 sæti í liðkeppni á NM ungmenna.

Gaman er að geta þess að við tölum um stelpurnar okkar þar sem að allt lið Íslands voru stelpur, en liðakeppni er óháð kyni á NM ungmenna, þannig að stelpurnar okkar voru oftar en ekki að keppa við stráka í hinum liðunum 😉

Niðurstöður af NM ungmenna 2025:

  • Eyrún Eva Arnardóttir – 8 sæti – Trissuboga U18 kvenna – BFB
  • Eyrún Eva Arnardóttir – 4 sæti – Trissuboga U18 lið (Ísland)
  • Trissubogi U18 lið útsláttarleikur – 204 stig – Metið var áður 201 stig
    • Eyrún Eva Arnardóttir
    • Þórdís Unnur Bjarkadóttir
    • Eydís Elide Sartori
    • (Þau slógu metið tæknilega séð tvisvar með 204 og 203 stig í útsláttarleikjum á NUM)

Frekari upplýsingar er mögulegt að finna í frétt Bogfimisambands Íslands hér fyrir neðan

Íslendingar á NM ungmenna taka heim 4 gull, 9 silfur og 6 brons