
Eydís Elide Sæmundsdóttir Sartori vann brons á Evrópubikarmóti ungmenna (EBU) í trissuboga U21 blandaðri liðakeppni (mixed team) með landsliðinu og endaði í 9 sæti í einstaklingskeppni EBU.
Eydís og liðsfélagi hennar Ragnar Smári Jónasson, léku við Búlgarska liðið í brons úrslitaleik trissuboga U21 blandaðri liðakeppni.
Leikurinn hefði átt að vera mjög jafn miðað við tölfræði úr undankeppni mótsins, en Íslenska liðið var hærra í skori í undankeppni og var því “the favorite to win”. En í fyrstu lotu leiksins þá skaut Búlgarska liðið ör utan tíma og töpuðu því hæst skorandi örinni í þeirri umferð. Það gaf Íslenska liðinu 18 stiga forskot og 3 lotur eftir af brons úrslitaleiknum. Eydís og Ragnar létu það ekki hafa áhrif á sig og skiluðu frábærri frammistöðu og juku forskotið í 19 stiga sigur. Sem þýðir að þó að örin sem Búlgarska liðið skaut utan tíma í fyrstu lotunni hefði talist gild og Búlgaría hefði fengið stig fyrir það þá hefði Íslenska liðið samt unnið brons úrslitaleikinn.
Ísland tók því bronsið með mjög öruggum sigri 141-122 gegn Búlgaríu. Ítalía tók gullið í úrslitaleiknum gegn Þýskalandi sem tók silfur.
Vert er að geta að þetta er í fyrsta sinn sem Ísland vinnur til verðlauna í U21 blandaðri liðakeppni á Evrópubikarmóti og fyrstu verðlaun Eydísar og Ragnars á Evrópubikarmóti.
Eydís endaði í 8 sæti í undankeppni einstaklinga á Evrópubikarmótinu með 562 stig og vann því þátttökurétt í útsláttarkeppni mótsins. Í útsláttarleikjum einstaklinga var Eydís sleginn út í 16 manna úrslitum Evrópubikarmótsins gegn Tsveta Doseva frá Búlgaríu og endaði því í 9 sæti í loka niðurstöðum einstaklinga.
Eydís var óheppinn að vinna ekki leikinn og komast lengra í 8 manna úrslit eða hærra. Leikurinn var mjög jafn en við í fjórðu lotu var Eydís með 4 stiga forskot og útlit fyrir að hún myndi sigra leikinn, þegar að í fimmtu og síðustu lotu Búlgarska stelpan skoraði næstum fullkomið skor og snéri leiknum við í 1 stigs sigur, eitthvað sem er sjaldséð. Vert er að geta að ein af örvum Eydísar var við línu á milli skorsvæða og því aðeins millimetra munur á því að leikurinn hefði endað í jafntefli og bráðabana. En lokaniðurstöðurnar voru 122-121 og Eydís endaði í 9 sæti í einstaklingskeppni Evrópubikarmótsins.
Evrópubikarmótaröð ungmenna samanstendur af tveim mótum á hverju ári og seinna mótið er í Catez í Slóveníu um júlí/ágúst mánaðarmótin, þar sem Fjóla mun einnig keppa. Þar er einnig úrslitamót Evrópubikarmótaraðarinnar, sem byggist á samanlögðum skorum í undankeppni beggja móta.
Ferðin til Búlgaríu var fjörug og byrjaði á því að flug hópsins frá Keflavík til Vínarborgar um miðnætti 9-10 maí var aflýst. Ástæðan var að flugmennirnir gátu ekki lent í Keflavík út af vindi. Eftir tvær lendingar tilraunir í KEF þurftu þeir að diverta til Egilstaða vara flugvallar þeirra.
Flugin voru endurbókuð fljótt og Íslenski hópurinn settur á Hotel Cabin í Borgartúni til þess að gista nóttina. Semsagt meirihluti hópsins var lengra frá Búlgaríu eftir fyrstu 12 tíma ferðalagsins en þeir voru áður en þeir lögðu af stað upprunalega að heiman, eins skondið og það er. Mögulegt var að koma hópnum í 10:30 flug frá Icelandair út til Amsterdam, þaðan til Vínarborgar og þaðan til Búlgaríu. Smá ping-pong um flugvelli í Evrópu til þess að komast til Búlgaríu í tæka tíð fyrir mótið, en það heppnaðist.
Fyrir þá sem þekkja ekki almennt til hvernig keppni í bogfimi virkar þá er það sambærilegt og í flestum íþróttum, en hér er stutt lýsing:
- Mót byrja á undankeppni þar sem skotið er XX örvum.
(XX af því að fjöldi örva sem skotið er í undankeppni er mismunandi eftir íþróttagreinum) - XX efstu einstaklingar (og lið) í skori í undankeppni mótsins vinna þátttökurétt á mótinu og halda áfram í útsláttarkeppni.
(XX af því að fjöldinn sem vinnur þátttökurétt er mismunandi eftir hvort það er einstaklingur eða lið og er breytilegt eftir mótum og íþróttagreinum) - Í útsláttarkeppni er keppendum (eða liðum) raðað upp eftir lokasæti þeirra úr undankeppni (single elimination tournament)
- Maður á móti manni (eða lið á móti liði). Sá sem vinnur leikinn heldur áfram, sá sem tapar er sleginn út af mótinu, leik eftir leik eftir leik þar til einn sigurvegari stendur eftir.
Ragnar var einn af reynsluboltum hópsins á EBU. En hann hefur keppt í Evrópubikarmótaröð ungmenna 2023 og 2024. Ragnar hefur náð góðum árangri á EBU og var í 4 sæti EBU mótaraðarinnar 2023 og í 16 sæti 2024 og hefur keppt um brons verðlaun í mixed team liðakeppni á Evrópubikarmótum fortíðar. Hann var einnig í 7 sæti trissuboga U21 karla á EM innandyra og tók silfur með berboga U21 liðinu. Hann er einnig áætlaður til keppni á NM ungmenna í byrjun júlí og á seinna Evrópubikarmót ungmenna í Slóveníu í byrjun ágúst, sem er einnig lokamótið í Evrópubikarmótaröð ungmenna 2025, og HM ungmenna í lok ágúst í Canada.
Samantekt loka árangurs Eydísar á Evrópubikarmóti ungmenna í Búlgaríu:
- Eydís Elide Sæmundsdóttir Sartori – 9 sæti – Trissuboga U21 kvenna (Slegin út af Búlgörskum keppanda)
- Compound U21 mixed team – Brons – Sigur gegn Búlgaríu í brons úrslitum 141-122
- Ragnar Smári Jónasson
- Eydís Elide Sæmundsdóttir Sartori
Eydís lauk keppni á Evrópubikarmótinu í dag í úrslitaleik liða á móti Búlgaríu, en Evrópubikarmótið er viku löng keppni og Íslenski hópurinn fór á flugvöllinn 9 maí og kemur heim 18 maí.
Nánari upplýsingar um Evrópubikarmótið og gengi Íslands almennt á því verður hægt að finna í frétt Bogfimisambands Íslands sem birtist á bogfimi.is eftir að einstaklings úrslitaleikjum lýkur á morgun, En þar á Ísland 3 keppendur sem eru að leika um gull í einstaklingskeppni og mögulegt að fylgjast með því á Youtube rás Evrópusambandsins https://www.youtube.com/@worldarcheryeurope/streams