Eva Kristín tók þrjá Íslandsmeistaratitla og Íslandsmet á ÍM ungmenna

Eva Kristín Sólmundsdóttir úr ÍF Akri á Akureyri vann alla þrjá Íslandsmeistaratitla U16 og setti Íslandsmet í félagsliðakeppni á Íslandsmóti ungmenna í bogfimi sem haldið var í Kópavogi 9 ágúst.

Eva vann Íslandsmeistaratitil U16 kvenna með mjög öruggum 6-0 sigri í gull úrslitum gegn Sölku Þórhallsdóttir úr BF Boganum í Kópavogi. Um Íslandsmeistaratitilinn óháð kyni fékk Eva meiri mótspyrnu í gull úrslitunum frá andstæðingi sínum og liðsfélaga Emma Rakel Björnsdóttir, en þar tók Eva sigurinn og titilinn 6-2

Í félagsliðakeppni var Eva í liði með Emmu Rakel Björnsdóttir, þær voru hæst skorandi liðið og tóku því Íslandsmeistaratitil félagsliða og settu Íslandsmetið í greininni með 969 stig.

Úrslitaleikjunum í einstaklingskeppni var streymt beint á Archery TV Iceland Youtube rásinni og mögulegt að finna það hér:

Samantekt af helsta árangri á mótinu:

  • Íslandsmeistari sveigbogi U16 kvenna – Eva Kristín Sólmundsdóttir ÍFA
  • Íslandsmeistari sveigbogi U16 (óháð kyni) – Eva Kristín Sólmundsdóttir ÍFA
  • Íslandsmeistari sveigbogi U16 lið – ÍF Akur
    • Eva Kristín Sólmundsdóttir ÍFA
    • Emma Rakel Björnsdóttir
  • Íslandsmet – ÍF Akur – Sveigbogi U16 lið – 969 stig
    • Emma Rakel Björnsdóttir
    • Eva Kristín Sólmundsdóttir

Mögulegt er að lesa nánar um mótið í frétt Bogfimisambands Íslands hér:

18 Íslandsmet og 32 Íslandsmeistaratitlar veittir á ÍM ungmenna og öldunga um helgina