
Eva Kristín Sólmundsdóttir í Íþróttafélginu Akri á Akureyri endaði í 7 sæti í einstaklingskeppni og 9 sæti í liðakeppni, og tók næstum Íslandsmetið á Norðurlandameistaramóti ungmenna (NUM) sem haldið var 3-6 júlí í Boras Svíþjóð.
Eva var í 8 sæti í undankeppni mótsins í sveigboga U16 kvenna með 570 stig sem er aðeins 3 stigum frá núverandi Íslandsmeti í flokknum sem er 573 stig.
Eva mætti í 32 manna úrslitum Sölku Þórhallsdóttir liðsfélaga sínum í mjög jöfnum og spennandi leik. Eva tók fyrstu tvær loturnar og 4-0 forskot í leiknum, en Salka svaraði með því að taka lotu 3 og 4 og jafna leikinn 4-4 og aðeins ein lota eftir. Þar tók Eva þó sigurinn í lotunni 21-14 og því sigurinn í leiknum 6-4. Eva hélt því í 16 manna úrslitaleikina og Salka endaði í 17 sæti.
Í 16 manna úrslitum mættust Eva og Hedda Marie Tangen Brathe frá Noregi, aftur í mjög spennandi og jöfnum leik. Eva tók fyrstu lotuna 2-0 og stelpurnar skiptust svo á lotum 2-2, 4-2, 4-4 þar til í síðustu lotunni þar sem að Eva tók sigurinn 6-4 og hélt því í 8 manna úrslit NM ungmenna.
Í 8 manna úrslitum mættust Eva og Siffrine Lissau-Jensen frá Danmörku sem var efst í undankeppni mótsins. Þar endaði sigurröð Evu þar sem sú Danska tók sigurinn 6-0 og sló Evu út í 8 manna úrslitum. Eva endaði því í 7 sæti í lokaniðurstöðum NM ungmenna 2025. Vel af sér vikið, sérstaklega ef horft er til þess að sveibogi U16 kvenna var þátttökumesti flokkur á NM ungmenna í ár með rétt um 30 keppendur og því hlutfallslega meðal bestu einstaklings árangrum Íslendinga á mótinu.
Í liðakeppni léku Eva og liðsfélagar, Salka Þórhallsdóttir og Emma Rakel Björnsdóttir, í liði Íslands gegn liði Noregs í 16 liða úrslitum. Þar tóku Norðmenn sigurinn í leiknum 6-0, slógu Ísland út og Emma og liðsfélagar enduðu því í 9 sæti í liðakeppni á NUM.
Niðurstöður af NM ungmenna 2025:
- Eva Kristín Sólmundsdóttir – 7 sæti – sveigboga U16 kvenna – ÍFA
- Eva Kristín Sólmundsdóttir – 9 sæti – Sveigboga U16 lið (Ísland)
- Verðug viðbót Eva Kristín Sólmundsdóttir var mjög stutt frá Íslandsmetinu í sveigboga U16 kvenna með 570 vs 573 núverandi met.
Frekari upplýsingar er mögulegt að finna í frétt Bogfimisambands Íslands hér fyrir neðan
Íslendingar á NM ungmenna taka heim 4 gull, 9 silfur og 6 brons