Ísland í 7 sæti í mixed team á European grand prix 2016 Búlgaría og keppnisdagbók

Keppnisdagbók lýsir keppninni og öllu sem henni tengist svo að aðrir geti lært af reynslu bogamanna sem hafa farið áður og bæta þekkingu á hlutum eins og visa applications, reglum og vandamálum sem gætu komið upp. Reynslu ritgerð.

Dagur 1. Lentum í því aftur á flugvellinum á Íslandi á leiðinni úr landinu að þeir vilja að maður skrifi upp á vopna pappíra  lenti í miklu rifrildi við þá, þetta virðist mögulega vera kvöld og næturvaktin sem er með þetta vesen. Íslendingar þurfa ekki VISA umsókn til Búlgaríu. Flugum út með Air berlin til Berlin Tegel, fínt flugfélag lélegur flugvöllur, gott pláss í vélinni. Seinna flugið var bókað með Air berlin til Sofiu en flugvélin var rekin af Bulgaria air og var Douglas flugvél frá 1987 sem ég hef ekki séð lengi, mjög shabby og ótraustverðug flugvél að utan sem og innan með venjulegum viðarskrúfum sem var búið að skrúfa út um allt til að halda innréttinguni saman og búið að loka sumum gluggum með einhverju sem leit út eins skít mix. Sum sætin voru ónýt og sætisbökin héldust ekki í stað þannig að það var ekki hægt að sitja á ýmsum stöðum í vélinni, flugfreyjunum var nokkuð sama um sætisbök, belti og allt, austur evrópa got to love it. Samt fínn matur á leiðinni og 1 frír bjór og merkilega hljóðlátt og þægilegt flug. Mjög gaman hef ekki setið í svona vél síðan Icelandair flaug þeim fyrir árið 2000 en kannski smá meiri fiðrildi í maganum en venjulega.

20160408_093123

Dagur 2 lentum hittum íslenska konu sem heitir Sigga með barnið sitt hún býr í Búlgaríu en lærir á Íslandi, fórum í gegnum tollinn án vandræða og vorum sótt af búlgarska boxsambandinu á flugvöllinn. Hótelið var um 20 mín akstur frá flugvellinum. Hótel herbergið var frekar lélegt og ljótt á köflum og rúmmin ónýt. 4 stjörnur í austur Evrópu hehe. En við vorum svo þreytt að við fórum nánast strax að sofa. 20 stiga hiti og spáð að verði heitara seinna í vikuni.

20160408_131650

Dagur 3 morgunmatur góður kíktum á skotsvæðið og það leit ágætlega vel út, bara Úkraína og Búlgaría komin að æfa. Skýjað og spáð þrumuveðri en heitt úti. Það var enginn kominn frá archery europe en fengum upplýsingar um opnunartíma á vellinum frá Búlgarska liðinu. Það var engin skotklukka á svæðinu, fólk labbaði inn á svæðið á meðan annað fólk var að skjóta og enginn virtist hafa miklar áhyggjur af því. Töluðum lengi við Vasil og nokkra aðra búlgarska keppendur. Flestir þekktu Gumma úr viðtalinu og hrósuðu Astrid á því að það væri engin kona í búlgarska liðinu sem gætu skotið mörgum roundum í röð í gula. Skemmtum okkur það mikið að við gleymdum hádegismatnum. Targetin voru frá eleven en sumir gulu blettirnir voru það slitnir að það mátti ekki skjóta á þá. Það er rosalega þægilegt að skotsvæðið er á sama stað og hótelið, við setjum bogana saman í herberginu og löbbum svo um 5 mínútur á æfingasvæðið. Það er sjoppa og klóset í íþróttahúsinu sem er í 2 mínútna fjarlægð frá skotvellinum. Það er líka bensínstöð í 5 mínútna fjarlægð frá hótelinu í hina áttina sem er með mini bakaríi/kaffihúsi og sjoppu með meira úrvali og ódýrari en á skotsvæðinu. Hótelið er mjög töff, flott og hreinlegt, þó að rúmmin og herbergin hafi  verið pínu shabby, samt þess virði fyrir að geta labbað á skotsvæðið. Kvöldmaturinn var mjög góður og heilbrigður, sportshótel.

Dagur 4. Rigning, kalt, vindur og almennt leiðinlegt veður ákváðum að taka chill dag að fara í paradise mall HogM fyrir astrid. Taxinn þanngað kostaði 6 búlgarska lev peninga (1 lev : 70.kr) og var stutt frá. Fórum í accreditation og fengum passana okkar. Maturinn var almennt góður en kjötið á kvöldin er mystery kjöt sem er ekkert sérstaklega girnilegt en allt hitt er awesome. Borðuðum matinn með aðaldómaranum fyrir mótið sem er frá Cyprus og komumst að því að dómgæslan er bæði launalaus sjálfboðavinna og þeir þurfa að greiða ferðakostnaðinn sjálfur, ég var hneykslaður. Það var sett fyrir world archery congress að hækka keppnisgjöldin úr 150 eur í 155 eur 2008 og þessar extra 5 eur færu í að borga ferðakostnað dómara og það var fellt 20 vs 19.

Dagur 5. Official practise. Recurve var um morguninn Gummi æfði á sínu targeti en maður mátti æfa hvar sem er. Hittum Van Bulck frá belgíu sem var einn af gaurunum sem hélt kisik lee námskeiðið sem Gummi og Guðjón fóru á 2013, ásamt Thomas frá Swiss, ofl ofl ofl. Það virtust allir þekkja Gumma og við töluðum við nokkra sem voru búnir að prófa tæknina hans og spurðu hann ítarlega út í hana. Fólk var líka mjög hissa að Gummi væri að keppa með bæði trissuboga og sveigboga og flestir vissu ekki að það mætti. Þar með talið dómararnir og mótshaldararnir og Búlgarski maðurinn sem var á targeti með Gumma á heimsmeistara mótinu í Tyrklandi ætlar að kaupa sér compound og gera það sama. Ekkert sett út á í equipment inspection. Íslenski fáninn var ein hliða og mótshaldararnir báðust afsökunar á því, þeir höfðu aldrei fengið neinn frá íslandi áður. KL 14:00 var official practise og equipment inspection fyrir trissuboga. Það var töluvert meiri vindur eftir hádegið en sól og mjög heit. Svipaður vindur og var í Danmörku heimsmeistaramótinu, Gummi skipti yfir á thumb release út af vindinum. Astrid kynntist úkraínskri stelpu sem er að skipta um land yfir til póllands og var í keppninni fyrir sinn klúbb en ekki fyrir Úkraínu, hún vann gull á síðasta ári í liðakeppni með Úkraínu. Töluðum við liðið frá Lúxemborg, þeir verða með recurve karla og compound karla lið á smáþjóðaleikunum en verða kannski bara með eina konu í hvorum flokk. Team manager fundurinn var kl.16, það má ekkert vera camo neinstaðar ekki quiver ekki bogi ekki fingurhlíf ekki fingurband, EKKERT. Og skiptir engu máli hvort það er í traditional camo litum eða einhverju öðru comboi eins og bleikt camo, gult, fjólublátt, það má bara ekki vera camo. Það voru nokkrir sem mældust með of háa dragþyngd og þurftu að lækka hana. Boginn hans Gumma mældist 51 pund en er skráður 50 pund, dómarinn vinur okkar frá Cyprus var að rugla í Gumma og sagði honum að hann mætti ekki keppa af því að hann væri með 51 pund, brandari sem hann stóð lengi á. Þannig að þeir sem skjóta með 60 punda bogum væru öruggari á að halda sig rétt undir því, af því að það getur verið smá munur á milli mælitækja. Gummi var smá sólbrendur eftir daginn. Tékkuðum á hillunum fyrir tilkynningar til liðana og að var búið að hengja upp targetin sem við verðum að keppa á á morgun. Gummi sveigbogi target 23C með serbíu, estoniu og lichtenstein á targeti. Gummi compound target 21A með manni frá cyprus, Astrid compound target 36B með Sarah frá Danmörku á targeti. Fengum okkur að borða og fórum snemma að sofa qualification á morgun.

Dagur 6 qualification. Byrjuðum snemma 7:00 í morgunmat. Gummi byrjaði að skjóta kl 8:00 á recurve boga, crazy heitt og crazy sól, lítill sem enginn vindur. Gummi var bakaður í drasl, skaut tvisvar í gegnum clickerinn nánast í miss og var í vandræðum með string alignment. Skoraði 598 stig og var í 78 sæti af 92 að keppa. Strax eftir qualification var fyrsti útslátturinn í sveigboga karla engin pása, Gummi er orðinn skaðbrenndur og rauður, Vasil búlgarski vinur okkar sagði að þetta væri hita met í Apríl í Búlgaríu, hæsti hiti sem mælst hefur. Í útslættinum tapaði Gummi 7-1 á móti fyrrum ólympíu silvurmedalíu hafa frá Svíþjóð sem er núna á forsíðu Worldarchery Peterson. Við höfðum bara 30 mínútur til að pakka saman hlaupa á hótelið skipta um föt og boga og svo beint aftur á völlinn að skjóta compound. Gummi var orðinn rauður og skaðbrenndur í andlitinu, hálsinum og höndunum og var farinn að líta út eins og humar. Hann var við það að gefast upp og hætta við að skjóta compound en vildi ekki gera það af því að hann vildi fá að prófa að keppa í mixed team með Astrid seinna í vikuni. Gummi hellti vatnsflöskum yfir sig til að kæla sig í mótinu, náði að klára það ekki með gott skor 643 stig og var kominn með sólsting í lok keppninnar og þurfti aðstoð til að komast upp á hótel herbergi, þar sem hann var kældur niður hægt og rólega með köldu vatni og blautum handklæðum. Í svona veðri er nauðsynlegt að vera með bucket hatt síðermabol helst hvítann undir keppnisbúninginn og sólarvörn 100% borið á áður en er keppt og regnhlíf til að skýla manni frá sólinni á milli umferða. Við gerðum ekki ráð fyrir því að það kæmi svona crazy hita dagur í Apríl og vorum því ekki vel undirbúin fyrir það, þurfum að setja alla þessa hluti í töskuna sem fyrir öll mót sem við förum á. Astrid var líka crazy heitt (eins og öllum), hún brann smá en töluvert minna af því að hún var bara að skjóta seinni partinn og í compound vorum við að skjóta AB ein lína. Í recurve var ABCD lína og tók lengri tíma og hún var betur klædd líka. Astrid fannst hún þurfa að vera með scope á skotlínuni til að geta stillt sigtið fyrr. Kynntist stelpu frá Noregi Laila, og skemmti sér vel en gekk ekkert sérstaklega vel af því að Astrid var spennt og fyrri umferðin var léleg af því að hún var að stilla sigtið af því að það var enþá stillt fyrir vindinn sem var daginn áður á official practise. Eyddum kvöldmatnum með Marvin frá Lichtestein, þeir senda líklega bara einn RM, og max einn í hvern af hinum flokkunum á smáþjóðaleikana.

20160415_153054

Dagur 7. Útsláttarkeppni Compound. Astrid byrjaði kl 9:30 að skjóta, það var mikill vindur til að byrja með en batnaði seinni partinn af útslættinum, hún lenti í 17 sæti eftir að hafa tapa fyrir pólskri stelpu Katarzina 137-124. Það er betra að vera með thumb trigger í vindi til að geta stjórnað skotinu meira, Astrid var bara með backtension gikk. Gummi var enþá hryllilega brenndur sem betur fer var stundum skýjað, hann skaut á móti búlgarska compound þjálfaranum og tapaði 140-136 og var með hæsta skorið af þeim sem duttu út, hann gerði sömu mistök og notaði backtension gikkinn í fyrsta roundinu og skoraði 9.8.7 og byrjaði 5 stigum undir, skipti svo yfir á thumb trigger og náði að vinna muninn niður í 2 stig þanngað til í síðasta roundinu. Gummi endaði í 33 sæti. Vinur okkar Thomas Rufer frá Swiss skaut miss og tapaði sínum útslætti út af vindkviðu. Fórum bæði vonsvikin á hótelið, Gummi af því hann hefði átt að taka þetta og Astrid af því hún skaut illa. Fórum aftur á hótelið og chilluðum restina af deginum. Compound mixed team á morgun.

IMG_0611 IMG_0648

Dagur 8. Compound mixed team fyrsta skipti sem Ísland keppir í mixed team útslætti og fyrsta world ranking fyrir Ísland í team keppni. Mættum snemma um 10 leitið en áttum ekki að fara að skjóta fyrr en 11:30. Það var skítkalt, sól með stökum skýjum af og til og mikill vindur, feykti reglulega flestum compound bogunum og kíkjunum um koll. Það var einhver ruglingur hjá keppnis höldurunum um hvenær átti að byrja að æfa og hvenær átti að skora, Astrid skaut einni ör framhjá targetinu í æfinguni og Gummi skaut áttu og sex í einni æfingar umferðinni af því að hann hafði bara 19 sekúndur til að skjóta 2 örvum, við létum dómarann vita af því að það hefði ein ör farið framhjá í æfinguni svo að það kæmu ekki upp vandamál, ef við myndum ekki gera það væri skorið okkar mögulega lækkað í keppninni eða við disqualfied, af því að við gætum allt eins hafa skotið fleiri örvum en við máttum í keppninni sjálfri. Kepptum á móti Tyrklandi. Einbeittum okkur að því að skjóta hratt þar sem það var mikill vindur til að spara tíma kláruðum flest roundin á góðum tíma. Skutum 2 örvum í einu eins og flest hin liðin, Astrid byrjað og Gummi lokaði. Astrid skaut miss í fyrsta roundinu út af vindi en stóð sig almennt fínt miðað við aðstæður og backtension gikk. Gummi skaut bara tíur og níur allt matchið með thumb trigger en skaut eina fimmu út af vindi og tíma. Töpuðum 146-125, missið og fimman voru dýr og töpuðum roundinu út af þeim. Tyrkland er níunda sterkasta lið í heiminum og því nokkuð gott að hafa tapað fyrir þeim út af 2 klúðruðum örvum. Skorið sem Tyrkland skaut á móti okkur var hæsta skorið af öllum þjóðum í öllum umferðum í mixed team keppninni þann daginn (12 skor í heildina). Var merkilega skemmtilegt, með skemmtilegustu upplifunum sem við höfum prófað í bogfimi. Tyrkland var með langhæsta skorið af liðunum sem voru að keppa á sama tíma og við. Fórum bæði fúl og glöð á hótelið, fúl af því að við vitum að við getum gert betur og glöð af því að þetta var gaman og við lærðum helling. Chilluðum restina af deginum, í kvöldmatnum kom dómarinn vinur okkar frá Cyprus með örina hennar Astridar til okkar.

Dagur 9 og samantekt. Fylgdumst með Gull úrslitum í öllum flokkum. Þetta var flott svæði sem úrslitin voru á maður gat setið mjög nálægt skotsvæðinu, en ekkert fancy sjónvarpað finals eins og á World cup og World Championships. Skotklukkan var sífellt að bila og dómarinn notaði flautu til að gefa tímamerki þegar að kerfið bilaði og tók tímann með skeiðklukku. Maður þarf að passa sig á því ef maður lendir í einhverju í svona útslætti að á meðan coachinn er að tala við dómarann verður tíminn resettaður svo lengi sem þú ert ekki búinn að skjóta örinni. Verlaunin voru bikar og venjuleg medalía. Það var lokapartí um kvöldið, frír bjór, frítt rauðvín, frítt hvítvín en maður þurfti að borga fyrir vatn. Við kláruðum að pakka um kvöldið og vorum tilbúin um morguninn, upplýsingar um transport á flugvöllinn var hægt að finna við innganginn á keppnissvæðinu og í lobbyinu á hótelinu. Um morgunin fórum við snemma og skiluðum lyklunum og biðum eftir rútuni

Þetta mót European Grand Prix er frábært mót fyrir þá sem vilja prófa að keppa internationally utandyra og fá sitt fyrsta world ranking. Landliðin eru almennt að senda B liðin sín á þessi mót til að byggja upp reynslu, og það eru frábærir möguleikar fyrir Ísland að ná árangri í liðakeppnum og einstaklings keppni þar sem það eru fá lið sem mæta og oftast nóg og fáir einstaklingar til þess að allir komist í útsláttarkeppnina og fá World Ranking og reynslu. Líka mjög skemmtilegt að hitta venjulega fólkið sem er að keppa í bogfimi þar sem margir hérna eru ekki að keppa fyrir landið sitt heldur fyrir klúbbinn sinn, semsagt ekki bara best of best gaurarnir heldur líka venjulegir hobbyistar og fólk sem keppir til að skemmta sér.

Við myndum mæla með Marrakech sem fyrsta móti fyrir nýliða og European Grand Prix sem öðru móti. Nema þér finnist skemmtilegra að skjóta utandyra byrjaðu þá á EGP.

Kveðja Gummi og Astrid 🙂