Erla Marý Sigurpálsdóttir Íslandsmeistari í fyrsta sinn

Erla Marý Sigurpálsdóttir úr Bogfimifélaginu Hróa Hetti í Hafnarfirði (BFHH) vann Íslandsmeistaratitlinn í trissuboga kvenna á Íslandsmeistaramótinu utandyra í bogfimi (ÍM24) sem haldið var á Hamranesvelli í Hafnarfirði helgina 20-21 júlí. Ásamt því tók hún Íslandsmeistaratitilinn í félagsliðakeppni trissuboga ásamt liðsfélögum sínum sem settu einnig Íslandsmetið í félagsliðakeppni í undankeppni mótsins.

Það mátti ekki mikið út af bera í undanúrslitum trissuboga kvenna þar sem að Erla mætti Þórdís Unnur Bjarkadóttir úr Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi (BFB) þar endaði leikurinn jafn 128-128 og þurfti því bráðabana til að ákvarða hvor þeirra héldi áfram í gull úrslitaleikinn, ein ör per mann. Báðar skutu 9 stig en Erla var nær miðju og vann því leikinn og hélt í gull úrslitaleikinn.

Anna María Alfreðsdóttir úr Íþróttafélaginu Akri á Akureyri (ÍFA) var andstæðingur Erlu í gull úrslitaleiknum í trissuboga kvenna. Erla vann leikinn örugglega 135-125 og tók því Íslandsmeistaratitilinn. Þórdís Unnur Bjarkadóttir úr Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi tók bronsið á móti Eowyn Mamalias úr BFHH.

Í gull úrslitum félagsliða trissuboga mætti Erla ásamt liðsfélögum sínum í BFHH Þorsteini Halldórssyni og Kaewmungkorn Yuangthong liði Bogans úr Kópavogi BFB. BFHH byrjaði yfir og BFB jafnaði í annarri umferð, Boginn tók svo 3 stiga forystu í þriðju umferð. Í síðustu umferð náðu Erla og liðsfélagar að snúa leiknum við í 9 stiga sigur 199-190 og tóku því Íslandsmeistaratitilinn í félagsliðakeppni.

Þetta er fyrsti einstaklings Íslandsmeistaratitill Erlu

Mögulegt er að finna frekari upplýsingar um mótið í frétt Bogfimisambands Íslands hér:

Góður árangur og gott veður á ÍM24 utandyra