Eowyn Maria Mamalias varði Íslandsmeistaratitil sinn í U21 trissuboga kvenna á Íslandsmóti ungmenna um helgina. En hún var einnig Íslandsmeistari U21 á síðasta ári.
Eowyn vann gull úrslita leik trissuboga kvenna U21 gegn Freyju Dís Benediktsdóttir 141-137. En þær mættust einnig í brons úrslitaleik trissboga unisex (keppni óháð kyni) sem var harður bardagi og endaði í 145-143 sigri fyrir Eowyn, en Eowyn jafnaði Íslandsmetið í útsláttarkeppni kvenna í þeim leik sem er 145.
Eowyn hreppti einnig bronsið í blandaðri liðakeppni U21 trissuboga ásamt liðsfélaga sínum Púká (Kaewmungkorn) Yuangthong. Heildar árangur Eowyn því 1 gull og 2 brons á mótinu.
Við sjáum næst frá Eowyn á Evrópumeistaramótinu innandyra í U21 flokki, þar sem hún mun keppa bæði í trissuboga og berboga flokki og talið líklegt að hún gæti nælt í ein eða jafnvel tvenn verðlaun fyrir Ísland. En EM var frestað fyrir stuttu vegna hamfarana sem gengu yfir landið eftir jarðskjálftahrinu og nú er starfsfólk BFSÍ að vinna að því að koma okkar keppendum út og heim miðað við breytt skipulag.
Íslandsmót ungmenna innanhúss 2023 var skipt niður í tvö mót sem haldin voru í Bogfimisetrinu. Íslandsmót U16/U18 sem haldið var á laugardeginum og Íslandsmót U21 sem haldið var á sunnudeginum. Samtals var keppnin sjálf lengri en 22 klukkutímar yfir þessa tvo daga, til viðbótar við tímann sem tekur að undirbúa og ganga frá. Því vildi BFSÍ koma sérstaklega á framfæri sínum þökkum til starfsfólks BFSÍ og öllum sjálfboðaliðum sem aðstoðuðu við hald mótsins fyrir vel heppnað mót sem gekk frábærlega í krefjandi aðstæðum.
Fjöldi keppenda á Íslandsmótum ungmenna er byrjaður að aukast aftur sem er jákvætt, en þátttaka er enn 9% lægri en var á síðasta Íslandsmóti ungmenna fyrir kórónuveirufaraldurinn. Það er því að taka aðeins lengri tíma en áætlað var að koma þátttöku aftur í jafnvægi og fjölgun keppenda. 40 keppendur kepptu á mótinu að þessu sinni. Niðurstöður mótsins voru birtar í úrslitabirtingakerfi alþjóðabogfimisambandsins ianseo og er hægt að finna á heimasíðu þeirra ianseo.net. Búið er að uppfæra niðurstöður og ranking lista í mótakerfi BFSÍ.
Sýnt var beint frá mótinu á Youtube rásinni Archery TV Iceland
Niðurstöður mótsins er hægt að finna á úrslitabirtingakerfi alþjóðabogfimisambandsins ianseo og í mótakerfi BFSÍ
Mögulegt er að finna myndir af mótunum á smugmug
40 titlar veittir og 18 Íslandsmet slegin á Íslandsmótum ungmenna um helgina