
Eowyn Marie Alburo Mamalias fékk brons í trissuboga kvenna liðakeppni og endaði í 17 sæti í einstaklingskeppni í meistaraflokki á Evrópumeistaramótinu innandyra 2025 í Samsun Tyrklandi 17-23 febrúar. Þetta voru fyrstu verðlaun Eowyn á EM.
Í 32 manna úrslitum í einstaklingskeppni gerðist það sjaldgæfa fyrirbæri að það var Íslendingur á móti Íslendingi í fyrsta leik. Þar sem að þetta er útsláttarkeppni gat aðeins sá sem vann leikinn haldið áfram.
Eowyn keppti á móti liðsfélaga sínum Önnu Maríu Alfreðsdóttur í 32 manna úrslitum þar sem að Anna tók sigurinn 140-139 og mátti littlu muna. Eowyn endaði því í 17 sæti í einstaklingskeppni EM í meistaraflokki.
Í liðakeppni trissuboga voru stelpurnar okkar (Freyja, Eowyn og Anna) ekki langt frá því að komast í gull úrslitaleikinn. Í undanúrslitum gegn heimaþjóðinni á heimavelli endaði leikurinn 233-227. Ítalía tók titilinn á móti Tyrklandi og Ísland tók bronsið.
Brons trissubogi kvenna lið m.fl.
Liðsmenn
- Freyja Dís Benediktsdóttir – BF Boginn Kópavogur
- Eowyn Mamalias – BF Hrói Höttur Hafnarfjörður
- Anna María Alfreðsdóttir – ÍF Akur Akureyri
Niðurstöður Eowyn á EM í meistaraflokki einstaklings og liðakeppni:
- Eowyn Mamalias – 17 sæti trissuboga kvenna (slegin út af Íslendingi í 32 manna úrslitum)
- Trissuboga kvenna lið meistaraflokkur – Brons verðlaun (3 sæti)
Nánari upplýsingar um EM 2025 er hægt að finna í frétt Bogfimisambands Íslands hér: