Eowyn í 4 sæti á Evrópubikarmótinu í Amsterdam

Eowyn Marie Mamalias endaði í 4 sæti í liðakeppni og 7 sæti í einstaklingskeppni á Evrópubikarmóti – EB (European Grand Prix – EGP) í meistaraflokki í Amsterdam Niðurlöndum 21-26 júlí.

Í einstaklingskeppni var Eowyn í 19 sæti í undankeppni mótsins en Eowyn stóð sig gífurlega vel í útsláttarkeppni mótsins.

Í fyrsta útsláttarleik Evrópubikarmótsins enduðu á móti hver annarri tvær Íslenskar stelpur Þórdís og Eowyn. Óheppilegt þar sem að aðeins ein gat unnið og haldið áfram.

Eowyn byrjaði 1 stigi yfir eftir fyrstu umferð, en Þórdís snéri því við í umferð 2 í 1 stigs forystu sem hún hélt alveg þar til í síðustu umferðinni þar sem Eowyn tók fullkomna umferð 10-10-10 og snéri leiknum við í að vera 1 stigi á eftir í að sigra með 2 stigum. Eowyn því sigurinn og sló Þórdísi út 140-138 og hélt því áfram í 16 manna úrslit. Þórdís endaði því í 17 sæti í einstaklingskeppni.

Í 16 manna úrslitum keppti Eowyn á móti Fenna Stallen frá Niðurlöndum. Eowyn byrjaði 1 stigi yfir eftir fyrstu umferð og jók forskotið í 2 stig í annarri umferð. Í þriðju umferð náði sú Hollenska að jafna leikinn og sú staða breyttist ekki í fjórðu umferð. Eowyn náði betri síðustu umferð 29-27 og tók sigurinn 141-139 og hélt því áfram í 8 manna úrslit Evrópubikarmótsins.

Í 8 manna úrslitum mættust Eowyn og Marie Marquardt frá Þýskalandi. Eowyn byrjaði með fullkomna umferð 10-10-10 og byrjaði einu stigi yfir í fyrstu umferð. En átti svo þrjár lakar umferðir 2, 3 og 4 og sú Þýska komin með 9 stiga forskot. Eowyn jafnaði síðustu umferðina 28-28, en það var of seint og sú Þýska tók sigurinn 143-134 og Eowyn endaði því í 7 sæti á Evrópubikarmótinu.

Eowyn náði hæsta lokasæti í einstaklingskeppni sem Íslendingur hefur náð á Evrópubikarmeistaramóti í trissuboga meistaraflokki og endaði í 7 sæti. Besta niðurstaða hingað til var 9 sæti í trissuboga kvenna (fyrst Ewa 2017) og 9 sæti í trissuboga karla (fyrst Guðjón 2017).

Í liðakeppni voru Eowyn ásamt liðsfélögum sínum í Íslenska liðinu, Önnu og Þórdísi, í 4 sæti í undankeppni EB. Stelpurnar töpuðu í undanúrslitum gegn Þýskalandi 230-215 og kepptu því við heimamenn Holland á heimavelli um bronsið. Þar tóku heimamenn sigurinn 228-213 og bronsið Stelpurnar okkar enduðu því í 4 sæti á Evrópubikarmótinu.

Mögulegt er að lesa nánar í frétt Bogfimisambands Íslands hér:

Besti árangur Íslands í nokkrum greinum á Evrópubikarmótinu í Amsterdam