Eowyn í 18 sæti á World Series U21 og 2 sæti í second chance

CLAUDE WELTER horsered@hotmail.com

Eowyn Mamalias úr BF Hróa Hetti í Hafnafirði endaði í 18 sæti í undankeppni trissuboga U21 kvenna á World Series í Strassen Lúxemborg um helgina 15-17 nóvember. Aðeins 16 efstu í U21 flokki héldu áfram í útsláttarkeppni mótsins (úrslit) og Eowyn náði því ekki inn að þessu sinni.

Auka keppni er haldin fyrir þá sem ná ekki inn í útsláttarkeppni á World Series mótum sem kallast “second chance” eða “secondary tournament” eða sambærilegt.

Þar stóð Eowyn sig frábærlega og tók 2 sæti af 32 trissuboga konum sem skráðar voru til leiks. Í second chance að þessu sinni voru allar trissuboga konur í meistaraflokki og U21 flokki sem komust ekki inn í útsláttarkeppni sameinaðar í einn mun erfiðari flokk og því mjög flott frammistaða að ná 2 sæti í þeirri keppni.

Þetta var síðasta mót sem Eowyn gat keppt í U21 flokki, en hún verður 21 árs á næsta ári.

Anna komst í útslátt, Alfreð 4 stigum frá Íslandsmeti og Eowyn í 2 sæti í second chance