Elísabet Fjóla í 5 sæti á þátttökumesta ungmennamóti í sögu World Archery Europe

Elísabet Fjóla Björnsdóttir úr BF Boganum í Kópavogi endaði í 5 sæti í liðakeppni og 17 sæti í einstaklingskeppni á Evrópubikarmóti ungmenna – EBU (European Youth Cup) sem haldið var í Catez Slóveníu  27 júlí – 3 ágúst. Mótið var þátttökumesta ungmennamót í sögu World Archery Europe.

Í trissuboga U18 liðakeppni kvenna var Fjóla ásamt liðsfélögum sínum í Íslenska liðinu, í 5 sæti í undankeppni EBU með 1467 stig. Þær mættu því Króatíska liðinu í 8 liða úrslitum. Þar sem Króatía sló Ísland út 219-199 og Ísland endaði í 5 sæti í lokaniðurstöðum mótsins í liðakeppni.

Í fyrri helmingi undankeppni einstaklinga læstist upp vöðvi í bakinu á Fjólu og hún var verulega verkjuð. Gummi ráðlagði að hún ætti ekki að skjóta meira þann dag þar sem hún væri þegar búin að tryggja sig inn í útsláttarkeppnina og hvíla vöðvann frekar. Gummi pynti Fjólu með smá meðferð en vildi ekki vera of harðhenntur, þannig að Gummi fékk sjúkraþjálfara frá Þýskalandi sem hann þekkir og hefur aðstoðað BFSÍ í svona tilfellum áður, til þess að algerlega tortíma Fjólu 😂. Það gekk vel verkurinn minnkaði til muna og Fjóla var orðin nægilega góð til að geta klárað mótið án mikilla óþæginda.

Í 32 manna úrslitum lék Fjóla gegn Anasasiia Chuchina frá AIN (Authorised Neutral Athlete, frá þjóðum sem eru bannaðar vegna stríðs eða af öðrum ástæðum). Þar vann Anastasiia 142-100 og sló Fjólu út úr einstaklingskeppni. Fjóla endaði því í 17 sæti í lokaniðurstöðum EBU.

Mótið sjálft var án vafa sögulegur viðburður í stærð og fjölda þátttakenda og ekki langt frá því að segja að mótið hafi verið á HM leveli, enda nokkrar þjóðir utan Evrópu sem kepptu á mótinu líka.

  • 317 keppendur á Evrópubikarmóti 2017 í Króatíu var áður stærsta ungmennamót  í sögu íþróttarinnar í Evrópu
  • 363 keppendur á EM ungmenna 2024 í Rúmeníu var áður stærsta ungmennamót í sögu íþróttarinnar í Evrópu
  • Stærsta HM í sögu íþróttarinnar 584 og mótið nær því ekki að vera stærra en stærsta HM. En var sambærilegt í fjölda þátttakenda og 2 HM á síðustu 20 árum.
  • 393 keppendur voru skráðir á Evrópubikarmótið í Slóveníu núna. Sem er því bæði stærra en öll Evrópubikarmót ungmenna sem haldin hafa verið og stærra en öll EM ungmenna sem haldin hafa verið hingað til. Sem gerir það að stærsta heimsálfu ungmennamóti í sögu íþróttarinnar.

Í heildina með þjálfurum/liðsstjórum voru yfir 500 þátttakendur á EBU í Slóveníu og slær einnig metið í heildarfjölda þátttakenda.

Samantekt af árangri:

  • 17 sæti – Elísabet Fjóla Björnsdóttir BFB – Trissuboga kvenna U18
  • 5 sæti – Trissuboga kvenna U18 lið
    • Sóldís Inga Gunnarsdóttir BFB
    • Þórdís Unnur Bjarkadóttir BFB
    • Elísabet Fjóla Björnsdóttir BFB

Sóldís hefur því lokið keppni á Evrópubikarmótinu. En mögulegt verður að lesa nánar um mótið eftir að því lýkur að fullu á vefsíðu Bogfimisambands Íslands hér:

Home