Elísabet Fjóla í 5 sæti á NM ungmenna í Svíþjóð

Elísabet Fjóla Björnsdóttir í Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi endaði í 5 sæti í einstaklingskeppni og 7 sæti í liðakeppni á Norðurlandameistaramóti ungmenna (NUM) sem haldið var 3-6 júlí í Boras Svíþjóð.

Fjóla var í 5 sæti í undankeppni mótsins í trissuboga U16 kvenna sem er nokkuð góður árangur og sat því hjá í 16 manna úrslitum og hélt beint í 8 manna úrslit.

Í 8 manna úrslitum mættust Fjóla og Moa Johansson frá Svíþjóð sem var í 4 sæti í undankeppni. Fjóla var óheppin í fyrstu umferðinni gerði úps og fékk M (0 stig) fyrir örina, sem gaf þeirri Sænsku 10 stiga forskot í upphafi eftir fyrstu umferð. Leikurinn endaði með 8 stiga sigri þeirrar Sænsku, eftir að Fjóla hafði minnkað muninn um 2 stig. En ef úpsið hefði ekki gerst þá hefðu stelpurnar verið nánast jafnar. En svo var ekki og Fjóla endaði í 5 sæti á NM ungmenna, þar sem hún var með hæsta skorið af þeim sem slegnir voru út í 8 manna úrslitum, þrátt fyrir úpsið.

Í liðakeppni léku Birkir og liðsfélagar, Elísabet Fjóla Björnsdóttir og Sigurbjörg Katrín Marteinsdóttir, í liði Íslands gegn liði Finnlands í 8 liða úrslitum. Þar tóku Finnar sigurinn í leiknum 214-159, slógu Ísland (2) út og Birkir og liðsfélagar enduðu því í 7 sæti í liðakeppni á NUM.

Niðurstöður af NM ungmenna 2025:

  • Elísabet Fjóla Björnsdóttir – 5 sæti – Trissuboga U16 kvenna – BFB
  • Elísabet Fjóla Björnsdóttir – 7 sæti – Trissuboga U16 lið (Ísland 2)

Frekari upplýsingar er mögulegt að finna í frétt Bogfimisambands Íslands hér fyrir neðan

Íslendingar á NM ungmenna taka heim 4 gull, 9 silfur og 6 brons