Elísabet Fjóla Björnsdóttir í 6 sæti á NM ungmenna með Íslandsmet

Elísabet Fjóla Björnsdóttir í Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi keppti á NM ungmenna utandyra (NUM) í Óðinsvé Danmörku 3-7 júlí.

Í einstaklingskeppni NM mætti Fjóla í fyrsta útslætti liðsfélag sínum Eyrún Eva Arnardóttir í 16 manna úrslitum þar endaði leikurinn jafn 93-93 og þurfti bráðabana til að skera úr um hvor ynni leikinn og héldi áfram. Báðar stelpurnar skutu 5 stig næstum jafn langt frá miðju og mæla þurfti hvor væri nær til að ákvarða sigurvegara. Það var Fjóla og hún hélt því áfram í 8 manna úrslit þar sem hún mætti Julia Hola frá Svíþjóð, en þar enduðu leikar 132-105 fyrir þeirri Sænsku og Fjóla endaði því í 6 sæti á NM í einstaklingskeppni.

Í liðakeppni voru Fjóla og liðsfélagar hennar Eyrún og Birkir slegin út af Norska liðinu í 8 liða úrslitum 195-185 og enduðu því í 6 sæti í liðakeppni á NM ungmenna. En 185 stig er hæsta skor sem Ísland hefur skorað í U16 liðakeppni á NUM og telst því sem Íslandsmet.

Samantekt af niðurstöðum Fjólu á NUM:

  • 6 sæti trissuboga U16 liðakeppni á NM ungmenna
  • 6 sæti trissuboga kvenna U16 einstaklingskeppni á NM ungmenna
  • Trissuboga U16 NUM landsliðsmet útsláttarkeppni – 185 stig
    • Eyrún Eva Arnardóttir BFB
    • Elísabet Fjóla Björnsdóttir BFB
    • Birkir Björnsson BFB

Frekari upplýsingar um mótið er hægt að finna í frétt Bogfimisambands Ísland hér:

Frábært gengi Íslands á NM ungmenna í bogfimi um helgina með 5 Norðurlandameistara, 5 Norðurlandamet o.fl.